Ég er búin að vera að velta svolitlu fyrir mér…..eru sumir strákar algjörlega passívir í sambandi við stelpur? Það sem ég meina er hvort það séu til týpur sem nenna ekki að hafa fyrir neinu og taka bara því sem þeim býðst, þ.e.a.s. ef stelpan er nógu helvíti ákveðin og tekur málin algerlega í sínar hendur. Ég á nebblega í vandræðum með einn gaur sem ég hef verið að hitta svoldið og verið í furðulega löngu sms samabandi við. Ég er sjálf frekar til baka í sambandi við stráka en hef samt sem áður haft frumkvæðið af öllu sem hefur gerst á milli okkar. Þetta er samt ekki alveg að ganga upp því ef ég hætti að tala við hann í einhvern tíma þá heyrist heldur ekkert í honum. Ég veit hreinlega ekkert hvar ég hef hann en hef þó alltaf sannfært sjálfa mig um að hann sé bara svo feiminn eða óreyndur í svona málum (hann er 22 ára ). Einhver sagði mér þó einu sinni að það væri bara rugl að kenna feimni um svona hluti því ef strákurinn hefði áhuga þá gerði hann eitthvað í málinu. Ég spyr því: Er séns að þessi gaur flokkist undir einhverja týpu af strákum sem eru algerlega óvirkir í stelpumálum og taka aðeins því sem er fært þeim á fati?…eða er kannski líklegra að hann hafi einfaldlega ekki nógu mikinn áhuga til að standa í þessu? Hversu óframfærnir geta strákar verið?