Hæ,hæ,ok það er þannig að ég er með gaur sem er tveimur árum eldri en ég.Erum búin að vera saman í hálft ár.Fyrst var allt í lagi,vorum mikið saman,kyssast og knúsast og svol,allt voða gaman.Hann var mjög góður og skemmtilegur og bara allt í sómanum.En síðan einu sinni þegar við vorum heima hjá mér,vorum að fara út,þá ýtir hann mér harkalega utan í vegg,mér brá gegt mikið og hélt að hann hefði bara gert þetta óvart.En hann hló bara og gerði það aftur,síðan hefur hann gert ýmislegt og það er langt síðan ég fékk nóg.Hann sagði að ef ég ætlaði eitthvað að fara að hætta með honum myndi ég iðrast þess,að hann myndi leggja mig í áreiti(eins og hann kallaði það),svo myndi hann gera eitthvað við besta vin minn(sem er samkynhneigður),berja hann eða eitthvað álíka.Ég er búin að fá svoleiðis nóg af þessu,ef ég segist ekki ætla að sjá hann oftar gerir hann eitthvað sem bitnar líka á vini mínum,og það vil ég ekki.Ef ég hætti ekki með honum heldur hann bara áfram að gera það sem honum sýnist.