Þannig er mál með vexti að síðastliðið vor kynntist ég stúlku í sama skóla og ég. Við urðum ágætis kunningjar þó að mest okkar samskipti væru nú bara fram í skólanum. En þannig er nú mál með vexti með þessa yndislegu stelpu að ég varð fljótt mjög hrifinn af henni. En þar sem ég er svo mikill aumingi þá þorði ég ekki að gera neitt í málunum. Ég myndi nú ekki segja að ég sé einn af draumprinsum stelpnanna, en engu að síður er ég alls ekkert ófríður. En svo að ég haldi nú áfram þá var ég alveg brjálæðislega hrifinn af henni.

Við höfum nú ekki talast mikið saman utan skóla heldur þar til núna áðan þá hringdi hún alltíeinu í mig og spurði mig hvort að ég ætlaði að fara á ballið sem verður í kvöld. Og hún sagðist bara vilja heyra hvað ég segði gott og svona.

Núna veit ég ekkert hvernig ég á að túlka þetta hjá henni. Var hún bara að hringja og heyra hvað ég segði gott því að hún hafi ekkert talað við mig lengi (stemmir varla, ég talaði við hana í gær), ætlaði hún bara að biðja mig um að fara í ríkið fyrir sig (ef það var ætlunin þá gugnaði hún á því)…eins og ég segi þá veit ég ekkert hvernig ég á að túlka þetta símtal og ef það væri einhver kona hérna sem hugsar eins og konur almennt…:o) þá væri vel þegið hvað ég ætti að gera í þessu…

Kveðja,