Hmm ég er í smá vanda(annars væri ég nú ekki mikið að senda inn) en hann er þannig að ég er hrifinn af stelpu.
Við erum í sama skóla og erum svona kasski búinn að þekkjast í svona eitt ár. Hún er vinur minn og við hittumst alveg oft en ég get eiginlega ekki gert það lengur vegna þess að ég er alveg að deyja úr ást.
Ég er oft búinn að segja við sjálfan mig að ég verði að tala við hana en þá væri ég í rauninni að skemma vinskapinn vegna þess að ég er nebbninlega ekkert viss hvort hún sé hrifin af mér.
Það gæti verið að ég sé bara hræddur við höfnun en reyndar held ég að ég sé bara hræddur um að ef ég játi fyrir henni tapi ég góðum vini og þá hætti ég að geta hitt hana