Mér finnst alveg óþolandi þegar fólk má ekki tala saman öðruvísi en að það sé að reyna við hvort annað. Ef maður fer í partý og talar við einhvern af hinu kyninu þá eru komnar sögur í gang um að það se geðveikt hössl í gangi þó svo að enginn þannig áhugi sé fyrir hendi. Kjaftasögurnar eru fljótar að berast sérstaklega um svona mál. Svo ég spyr, hvar finnst ykkur mörkin milli hössls, daðurs og svo bara venjulegs samtals vera????