hæhæ vonandi nennir einhver að lesa þetta og gefa mér ráð.
sko þannig er mál með vöxtum að ég held að ég sé að verða alveg yfir mig hrifin af einum vini mínum.
en það eru nokkur vandamál:

1. hann er fyrrv. kærasti einnar af bestu vinukonu minnar.
2. hann hefur sagt mér að ég sé alveg geðveikt skemmtileg og allt það en samt held ég að hann myndi hlæja að mér ef að ég myndi nefna samband við hann.
3. líklega myndu allir segja að ég væri eitthvað hallærisleg og ömurleg að byrja með fyrrv. kærasta vinkonu minnar þótt að henni fyndist það örugglega í lagi þá held ég að allir myndu segja að ég væri bara að ná mér í athygli (hann er sko frekar vinsæll)og svo eru hann og vinkona mín bara svona….þið vitið….allir tala alltaf um Siggu og Ella, þau fengu jólakort saman frá öllum fyrir jólin og allt þannig þannig að þetta yrði örugglega doltið erfitt fyrst…
4. svo myndu vinkonur mínar örugglega ekki vera sáttar því að hann er svona strákur sem að vill vera með manni sem mest og maður vill það sko 110% því að hann er svo góður líka að ég myndi örugglega bara alltaf vera með honum og ein vinkona mín myndi örugglega bara hata mig því að hún vill bara helst að hún sé eina vinkona manns.

kannski hlæjið þið að þessum vandamálum eða finnst þetta hallærislegt en mér finnst þetta virkilega vandamál…

kv. syndaselur<br><br>In the future, can't wait to see, if you'll open up the gates for me

Sean Chombs
kv. syndaselur :o)