Ég sagði kærasta mínum í síma að á morgun værum við búin að vera saman í hálft ár, en þá segir hann: Manstu svona dagsetningar?

Hmmm er það ekki sjálfsagt að þið munið dagsetningar á því hvenær þið kynnist okkur???? Kannski gleymist það hjá okkur með tímanum ef það verður gifting, en munið þið þá brúðkaupsdaginn? Ég veit að þið eruð ekki allir eins og misjafnt hvað fólk leggur á minnið, en þetta finnst mér dýrmætt að muna, ef maður skyldi giftast þeim sama :)