Sko, ég veit alveg að ég er ung og allt það (19 ára) og ég er ekki orðin neitt desperet um að finna mér kærasta (“vinir” eru fínir) en ég á við eitt vandamál að stríða. Það byrjaði fyrir löngu síðan… ég fór í samband og það entist í tvær vikur svo var ég komin með ógeð og kannski búin að kyssa annan strák (hef alltaf sagt þessum svokölluðu kærustum frá því og dömpað þeim með þá afsökun). Þetta kom fyrir nokkrum sinnum. En núna er þetta orðið miklu verra, ef ég verð virkilega hrifin af einhverjum þá tek ég bara til fótanna og forða mér eins langt og ég kemst í burtu frá honum. Rétt svara símanum þegar hann hringir og er alltaf voða busy. Fyrst var þetta fínt (enda í afneitun) en núna er þetta orðið soldið pain því ég enda alltaf með því að dúlla mér með jah… hvernig orða ég það… gaurum sem eru ekki hreinskilnir og ljúga kannski að manni líka og einhvern veginn þá bara gufar “sambandið” upp. Hvorugt okkar hringir í hitt.
Ég er að pæla hvort málið sé bara hvort ég sé hrædd við höfnun en kommon, maður reynir þá ekki að forðast manneskjuna. Veit um tvö atvik þar sem þessi hræðsla mín kom beinlínis í veg fyrir að ég og strákurinn sem ég væri hrifin af gætum verið saman. Lenti reyndar í því um daginn að gaurinn kom og sagði að hrifningin hefði horfið (vorum búin að kyssast eitthvað) og fyrst varð ég reið og svo sár en samt varð mér eitthvað svo létt.
Ég á mjög auðvelt með að kynnast fólki og er yfirleitt ekki feimin. Þannig að nú spyr ég: Hvernig í ósköpunum get ég komist yfir þessa hrikalegu hræðslu?