Hæ þið verðið að fyrirgefa en ég nenni ekki að senda þessa spurningu á korkinn af augljósum ástæðum að ég held.
Er eitthvað gott fólk þarna úti með góða reynslu og þar af leiðandi með góð ráð varðandi “long distance” sambönd? Þetta er frekar erfitt í mínu tilfelli þar sem að við sjáumst aðeins á sirka tveggja mánaða fresti vegna anna og peningaleysis, en erum samt í sambandi á hverjum degi með einum eða öðrum hætti. Okkur líður eins vel og hægt er miðað við aðstæður, en ég er bara að spá í hvort að það séu einhverjar skemmtilegar hugmyndir þarna úti um hvernig má krydda svona sambönd og gera þau bærilegri? Það eru svo margir sem ákveða og halda að svona sambönd séu dauðadæmd fyrirfram, en það er ALLT hægt ef VILJINN er fyrir hendi!
Takk fyrir :-)