
Mikil vandræði !
Ég er í virkilega miklum vandræðum málið er að ég er með strák og er búin að vera með honum í rúmlega tvö ár hann býr úti á landi og ég flutti til hans fyrir ári síðan en þá bjó eg heima hjá mömmu og pabba í Reykjavík hann er æðislegur og við leigjum litla íbúð og eigum lítinn sætan 7mánaða hvolp þannig að allir sem sjá þetta finnst þetta vera fullkomið en málið er að ég er svo einmanna ég virkilega sakna allra í Reykjavik og get ekki eignast vini hér hann vill helst ekki flytja suður og þá allavega ekki strax og eg veit virkilega ekki hvað ég á að gera.Á ég að bíða og vera hér með honum eða fara suður þar sem ég yrði mun ánægðari eg elska hann mjög mikið en eg verð alltaf daprari og daprari hér og er einhvern veginn hætt að geta brosað ég vil vinsamlegats biðja þá sem halda að þeir geti hjálpað gera það endilega =(!!!