Segjum sem svo að þið væruð nýbúinn að kynnast stelpu/strák sem er nýhætt í nokkuð löngu sambandi…. og þið væruð orðnir nokkuð góðir vinir. En nema hvað, þú ferð að finna það sterkar tilfinningar til manneskjunnar að þú átt orðið erfitt með að líta á hana sem “bara vin”. Þig langar rosalega til að segja henni, en ert hræddur við svarið..á maður að hugsa aðeins um vináttu og berjast við sterkari tilfinningar, eða segja manneskjunni sannleikann?