Málið er það að ég er tiltölulega nýfluttur í nýjan bæ á landsvísu, (úti á landi) og þurfti ég í flutningunum að segja kærustu minni til eins árs upp. Ég gerði það vegna þess að ég er strákur og ég drekk, og eins og flestir strákar þá geri ég heimska hluti á fylleríum. En mér þótti mjög vænt um hana kærustuna mína, það sem ég tel ást, en hvað veit ég… En allavegana þá héldum við alltaf sambandi og mér fannst mér ekkert ganga í því að komast yfir hana, svo ég hætti að tala við hana, svo liðu 2 mán. og ég byrjaði með annari stelpu og er með henni í dag, en málið er að ég finn ekki fyrir neinu með henni, engin blossi inní mér. Engin ástríða með henni. Með fyrrverandi gerðum við ekkert annað en að kela og meira *humm*humm*… En með henni þá langar mér ekkert að kela og finn ekki fyrir neinu… Núna er ég alvarlega að pæla í að hætta með henni, en margir vinir hafa ráðlagt mér að gefa henni séns. En ég nenni því ekki. Mér langar bara til að vera með fyrrverandi þótt það sé ómögulegt landafræðilega. Ég er að pæla í að hætta með núverandi og gerast muknur eða eikkað

“Eini gallin við mannin er að hann hefur tilfinningar”
3gill XInd.