Sko þannig er að ég er búin að vera hrifin af gaur alveg þokkalega lengi. Við höfum tvisvar sofið saman og frá mínu sjónarhorni er einsog við eigum að vera saman. Við getum alveg talað saman, kúrað, hangið saman, sofið saman og allt. Auðvitað klúðraði ég þessu en hann hefur nú klúðrað ýmsu sjálfur. Við höfum nokkrum sinnum hætt að tala saman (núna síðast mér að kenna) en alltaf byrjað að tala saman aftur. Málið er bara að núna hef ég ekkert talað við hann síðan ég sagði við hann (hitti hann á private.is) að við værum ekki það sem við leituðum að (ég var á einhverju svona “ég-vil-prófa-eitthvað-nýtt”-tímabil) og sagðist vera orðin þreytt á því að við hættum alltaf að tala saman eða eitthvað svoleiðis. Það er kominn einn og hálfur mánuður síðan ég sagði þetta (kannski tveir… eða tveir og hálfur) og núna langar mig að biðjast afsökunar. Af því ég bara get ekki losnað við hann úr hausnum á mér síðan ég sá hann úti götu (ég var í strætó). Þori ekki að hringja (þyrfti að giska á númerið því ég týndi því) því kannski er hann með einhverja gellu hjá sér og það yrði svo skammarlegt! Þori ekki að senda sms ef ég skyldi senda í vitlaust númer! Ég gæti auðvitað bara droppað í heimsókn til hans einsog ég gerði einu sinni en þá þyrfti ég að vera viss um að það væri engin gella hjá honum. Ég er búin að senda honum skilaboð á private en hann hefur ekkert skráð sig inn í eina og hálfa viku þannig að ég er að verða hálf desperet….
á ég að taka áhættuna á því að fara í heimsókn til hans? Eða ætti ég bara að hringja í hann? Eða kannski bara að bíða? Gaman væri að vita hvað ykkur finnst um þetta….