Ég var bara að velta fyrir mér eftir að hafa lesið um trúlofunarhringana hvernig þið trúlofuðuð ykkur. Ákváðuð þið þetta í sameiningu og fóruð og keyptuð hringana saman, eða keypti hann hringana og bað ykkar?? Eða báðuð þið hans.
Ég persónulega vil að kærastinn minn biðji mín og verði þá búinn að kaupa hringana (þá náttúrulega getur verið að hann velji einhverja hrikalega) því trúlofun er loforð um giftingu og ég veit um fólk sem hefur ákveðið að trúlofa sig, en virðist ekkert hafa rætt um giftingu, og það finnst mér frekar hallærislegt!!

Og eitt í viðbót, finnst ykkur ekki allt of ungt fólk vera að trúlofa sig í dag, eins og þetta sé bara einhver leikur??Aldur skiptir kannski samt ekki mestu máli í þessu heldur þroski, en þegar krakkar í grunnskóla eru að trúlofa sig finnst mér það nú einum of.

Eva