Ástin

Ég, þú sem og allir aðrir erum stödd á skýji, glæru skýji, við horfum á jörðina, frá okkar sjónarhorni er hún eins og hlaupkarl eða í raun margir hlaupkarlar, þeir tjá sig, þeir spila fótbolta, þeir djamma, þeir skemmta sér, þeir rúnta um, þeir tárast, þeir verða sárir og elskast, njóta lífsins, allt í einu frosnar glæra skýjið sem við erum í og við öskrum hátt en enginn virðist heyra til okkar, erum við dáin? eða er verið að segja okkur eitthvað… Stuttu seinna fer frostið úr glæra skýjinu, við horfum aftur niður og sjáum enga jörð, Er hún farinn?, Sjáum við hana aftur? Hvar eru hlaupkarlarnir? Hvar erum við? Ekki fara… Allt í einu heyrðist hvellur, hann var mjög mikill, það bresti í öllu! Hvert liggur leið okkar nú? Kristalstjörnur flugu um loftið og neistaflug varð mikið, Hver er tilgangurinn? Orð urðu til, jörðin var að skapast, hlaupkarlar mynduðust, okkur var sagt að sum tré þroskuðust aldrei, eplin sem voru efst í trénu voru sex talsins og við okkur var sagt að að fyrsta eplið táknaði traust, traust sem bæri að sýna og traust sem bæri að fara vel með, því með trausti værir þú með afl sem ekkert gæti unnið, okkur var kennt að eplið sem bæri traustið ætti að fara vel með. Epli sem var númer tvö var engu síður mikilvægt en því fylgdi virðing, ef virðing er sýnt með epli sérstaklega númer sex og einnig lært af hinum, hefurðu meiri séns á að komast áfram í lífinu, virðingu skal sýna öllum þeim sem eiga hana skilið og okkur var einnig sagt í lokin að epli númer 2 getur styrkt mjög mikið vináttu þína við móður, föður eða besta vin eða þá vini sem bíða enn eftir því að fá að kynnast þér. Epli númer þrjú sýndi umhyggju, umhyggju er sýnt t.d. með ef þú tekur utan um kærustu þína, móður eða vin og óskar kærustu þinni, vini eða móður til hamingju með að vera móðir þín, kærasta þín eða góður vinur þinn, þú veitir verðlaun þessi með því að knúsa kærustu þína, taka utan um móður þína eða klappar á bakið hjá vini þínum og segir hversu frábær, einstakur hann er, hversu ekta hann er. Epli númer fjögur sýnir ástina, ást er hægt að sýna kærustu, vini, móður eða föður á allavega hátt, til þess að getað elskað einhvern, þarftu að geta elskað sjálfan þig líka. Ef þú vilt verða elskaður er best að vera þú sjálfur, sýna réttan lit og hugsa til þess að Eplin sex geta hjálpað þér að skilja lífið, tilveruna og þig sem persónu betur. Epli númer fimm hefur væntumþykjuna, þú getur t.d. gefið kærustu þinni blóm, boðið vini þínum í bíó eða tekið utan um móður þína og sagt við hana, mér þykir vænt um þig, þú ert frábær, þú eldar besta mat í heimi mamma! en t.d. við kærustu þína getur þú sagt: Ég elska þig, Þú ert krútt, Þú ert litla sæta snjókornið mitt, Þú ert stelpan sem heldur mér og rúminu alltaf heitu, Þú ert stelpa sem ekki er hægt að vera án en við vin þinn gætir þú sagt þú ert einfaldlega bestur!, Það er ekki hægt að óska sér betri vinar, þú ert frábær! en seinasta eplið var Epli númer 6 hefur að geyma heiðarleika, þér finnst það eflaust ótrúlegt en heiðarleikinn kemur þér lengst í lífinu, ef þú sýnir heiðarleika til fólks sem þú ert í kringum í hinu daglega lífi eða fólki sem þú þekkir þá líður þér betur andlega og finnur fyrir því þegar fólk umgengst þig hversu einfaldara það er. Hvellurinn kom og allt varð dimmt, þú ég sem og aðrir sáum ekkert, skyndilega kom bjart ljós og við sáum jörðina, loksins vorum við lent, ferðalagi okkar var að ljúka. Eplin táknuðu hið sjálfa í okkur, það sem okkur er kleift að gera án þess að borga fyrir það, skýjið glæra táknaði að oft reynum við að fjarlægast að vera við sjálf þegar er í raun best að vera við sjálf. Hlaupkarlarnir erum við, þú, ég sem og allir aðrir við óttumst lífið, oft getur góður vinur eða ættingi hjálpað þér með vandamál þín, oft þurfum við að hverfa burt frá sjálfum okkur (frá jörðinni) um stundar sakir til þess að hugsa okkar mál. Ef þú skilur eplin sex verður mun einfaldara fyrir þig að skilja ástina, ástin þín er e.t.v. hjá þér núna (með þér í lífinu) en hjá sumum er hún í þoku, engar áhyggjur, þú finnur hana. Neistarnir eru von, von sem kemur frá vini þínum eða ættingja, von sem þeir halda í.


Kveðja,

Gau