Af hverju eru svona margir karlmenn fastir á þeirri skoðun að rómantík sé hallærisleg og hinn mesti óþarfi? Til að byrja með skilja þeir kannski ekki hvað rómantík er! Ég veit það ekki ég er lost!
Ef það eru einhverjar tilfinningar í gangi þá finnst mér svo sjálfsagt að sýna það á allan hugsanlegan hátt. Margir karlmenn eru fastir á því að rómantík felist í því að gefa konunni dýrar gjafir (gildir einu hvað það er svo lengi sem að það er dýrt) og 30 rauðar rósir reglulega.
Blóm sem að eru tínd á leiðinni heim úr vinnunni gera svo miklu miklu meira. Að kyssa hana óvænt á meðan að þið bíðið á rauðu ljósi. Taka utan um hana… bara svona upp úr þurru. Það er miklu frekar þetta litla sem segir og gerir meira heldur en þetta stóra sem kannski var gert í einhverju hugsunarleysi! Það er alltaf hugurinn sem gildir!
Gera menn sér líka ekki grein fyrir því að það eru þessir sem eru einlægt rómantískir sem að fá OFTAR AÐ RÍÐA and a lot more! Bara að velta þessu fyrir mér.