Hvernig er þetta, þó ég sé sjálf stelpa þá skil ég stundum ekki eðli kvenfólks. Hvað er það í kvenfólki sem fær þær til að halda að þær hafi rétt til þess að reyna við hvaða skríðandi kvikindi sem er, óháð því hvort gaurinn sé á föstu eða ekki.

Ég á góða vinkonu sem er á föstu með gaur og búin að vera það í rúmt ár, þau voru búnir að vera vinir lengi og eru því rosa hamingjusöm saman. Þannig var að hann sjálfur var með annarri gellu fyrir tæpum tveim árum en hætti með henni ca. 4 mánuðum áður en hann byrjaði svo með vinkonu minni.

Þessi fyrrverandi er búin að vera á föstu síðan þau hættu saman og virtist á tímabili vera að fara að gifta sig.

Nei nei, nú er hún komin aftur. Hún er alltaf að hringja í hann, senda honum SMS og biðja hann um að hitta sig “alone” þar sem hún þurfi að tala við hann. Vinkona mín sagði mér svo að kærastinn hefði sagt henni strax að þessi fyrrverandi væri með einhverjar ástarjátningar og yfirlýsingar um að hún vilji taka aftur upp þráðinn… HVAÐ ER AÐ GELLUNNI??? Hvaða þráð er hún að tala um, það er búið að klippa hann í sundur og henda honum í ruslið.

Þetta er OK að því leyti að kærastinn segir stelpunni frá því að það sé einhver að reyna við hann og hún þurfi ekki að hafa neinar áhyggjru, EN hann hefur samt sem áður ekki slitið samskiptum við þessa fyrrverandi. Ef hún hringir þá spjallar hann við hana og ef hún vill hitta hann “þegar henni líður ill” þá fer hann með henni á kaffihús. Þvílíkt kjaftæði!

Mér finnst að maður eigi að bera það mikla virðingu fyrir maka sínum að láta það ekki viðgangast að aðrir aðilar séu að reyna að troðast á milli þeirra.

Það sem mér finnst samt verst og óskiljanlegast af öllu er hel#$%# gellan.

HVAÐ FÆR KVENFÓLK TIL AÐ HALDA AÐ ÞAÐ SÉ BETRA AÐ RÆNA ÖÐRUM KARLMANNI EN AÐ NÁ SÉR Í EINHVERN SEM ER Á LAUSU OG HEFUR ÁHUGA.

Ég gæti ekki lifað í sambandi sem væri byggt á því að ég hefði þurft að ofsækja kallinn minn þar til hann ákvað að fara frá konunni sem hann var sáttur með.

Hvað finnst ykkur um þetta, er hægt að útskýra svona hegðun hjá kvenfólki eða eru þær bara heimskar frekjudollur sem verða að skemma fyrir öðrum