Núna hef ég verið með stelpu í rúma 4 mánuði og við höfum verið saman mjög mikið, svo gott sem alla daga en þegar ég ákveð að fara eitthvað að djamma þá verður hún geðveikt fúl og vill ekki fara með mér.

Tökum sem dæmi eins og í gær. Þá ættlaði ég á Broadway og kærastan mín hringdið í mig og spurði mig hvort ég ættlaði þangað og ég svaraði með bara “kanski” og hún vildi þá hitta mig og mig langaði allveg að hitta hana líka (það er alls ekki þannig að ég sé með leiði á henni því að ég elska hana) og ég var að vona að hún vildi koma með. En svo fórum við að hitta gaurinn sem ættlaði að skuttla okkur og hann spurði mig hvenar við ættum að fara og þá sagði ég bráðum en þá kom kærastan mín og sagði við mig allveg hissa “ha ættlaru að fara? Þú sagðir við mig að þú ættlaðir ekki.” og þá byrjaði smá rifrildi milli okkar og ég er ekkert búinn að tala við hana síðan í gær. Ég er búinn að hringja 2 sinnum og sendi henni 2 sms þegar ég kom heim en ekkert svar.

Þannig að núna er ég að spá hvað málið sé? Eins og til dæmis stundum gista stelpur hjá vinkonum sínum og halda að strákarnir verða ekkert fúlir því að þeir vilja nátturulega að kærustur manns gisti hjá sér en ekki eitthverri vinkonu hennar, en þá mega strákarnir alls ekki vera fúlir því að annars verður það eitthvað mikið mál þannig að maður þegir og lætur eins og ekkert sé, en svo þegar strákarnir ákveða að fara að djamma með vinum sínum þá fer allt bara í ágæta fýlu. Þetta finnst mér allveg fáránlegt og ég var að spá hvort að eitthverjir fleiri hafa lent í svona?