Ég gisti hjá henni út af aðgerðinni sem hann fór í (sonur okkar), ég vildi vera til staðar fyrir hann… Ok, ég er tiltölulega fljótur að “bánsa” back, eins og maður segir, en þetta er ennþá erfitt! Ég var með í maganum (alvöru verk), og læknisfræðilegt álit á þessu er kvíði… sem kemur fram í líkamseinkennum… Ég er bara ennþá veikur fyrir henni. Við töluðum helling saman, og hún tók það skýrt fram að hana langar ekki til þess að taka saman aftur. Við höfum ekkert verið að dúlla okkur neitt síðan við hættum saman, hún hætti að elska mig, þ.a.l. missti hún kynferðislegan áhuga á mér… og satt best að segja heillar hún mig ekkert þannig heldur… þannig að… En það eina góða við þetta allt var að ég sá hvað hún öfundaði mig af því að vera kominn í form… og vera orðinn sællegri… ég er ánægðar án hennar… en samt…
Maður er bara búinn að eyða svo miklum tíma með þessari manneskju… allar manns tilfinningar snérust um sambandið, barnið og hana… svo bara allt búið og farið! Þetta er bara stór, erfiður biti að kyngja. Svo er þetta eilífa basl með að fá hana til þess að miðla málum með drenginn… ég get bara ekkert gert nema að taka því sem hún ákveður! Þannig eru bara lögin, og það er ekkert sem maður getur gert nema að sætta sig við þetta! Hugsið ykkur bara. Ég veit að hún myndi ekki sætta sig við eitt eða neitt í minni stöðu… en hún getur ekki séð það þannig… þver og þrjósk!
Bara
Gromit