Ég var aðeins að lesa hérna og fór að pæla. Flestar greinarnar hérna fjalla um sambönd. S.s. kærustupör, eða fólk í samböndum sem á við einhver vandamál að stríða. Hvar er rómantíkin í því?
Rómantíkin er á fleiri stöðum en á milli elskenda. Hún er oft til staðar hjá elskendum. En hún er líka til staðar á svo mörgum fleiri stöðum. Það er rómantík á vissan hátt að eiga notalega stund með vinum sínum, foreldrum, systkinum. Síðan er líka hægt að finna rómantíkina einn með sjálfum sér. Fara í göngutúr um náttúruna… Horfa á sólarlag… Njóta þess að vera til.

Mig langaði bara að minna á með þessari grein að mér finnst allt of mikið einblínt á það vonda og leiðinlega hérna.
Delos Crapos