Þetta angrar mig svo og ég veit ekki hvað skal gera. Þannig er að ég er búin að vera í sambúð með kærastanum mínum í rúmlega þrjú ár. Við höfum aldrei haldið framhjá hvort öðru og ég get treyst honum fullkomnlega, hann hefur allavega aldrei sýnt mér neitt annað. Ég elska hann og hann elskar mig, svo einfalt er það. Það sem hefur hinsvegar verið að angra mig síða n í sumar er kunningi hans. Við fórum út að djamma eitt kvöldið og þá hitti ég þennan strák og kynntist honum. Þetta er ferlega fínn strákur og ekki skemmir útlitið og vöxturinn fyrir honum. Ég fann strax fyrir aðdráttarafli til hans og hann sýndi mér líka fullt sem kannski kærastinn minn á bara að sýna mér……. þetta var svona “hrifining við fyrstu sýn”….. Við sátum og spjölluðum nær allt kvöldið, ég og þessi strákur og fórum svo í partý á eftir með fleiri krökkum. Áfengi var við hönd og eitt augnablik þegar enginn sá kysstumst við ….. það var mjög.. hvað segir maður, ástríðufullur koss. Það gerðist ekkert meir. Viku seinna hittumst við aftur á djamminu og núna buðum við honum og fleira fólki heim til okkar í partý……. upp úr morgninum þegar allir voru farnir nema hann og kærastinn minn og kærastinn var ekki akkúrat á staðnum…….. notaði hann strax tækifærið og reyndi að taka utan um mig og kyssa mig………. ég hins vegar hrökklaðist í burtu og vildi þetta ekki, þó ég vildi það innst inni. Síðan þá hef ég náttúrulega skammast mín fyrir að hafa gert þetta því þetta má náttúrulega ekki. Ég er hinsvegar spennt fyrir þessum strák og hugsa mikið um hann, dreymdi hann t.d. í nótt. Getiði komið með ráð til mín…… hvað get ég gert…. mér líður frekar illa yfir þessu. Mig langar….. en það má ekki !!!!
Óþekk
Spacey