Eg reyndi að fa hana til að tala við salfræðing, og sagði henni fra folki sem hefur
lent i einelti og er lifsglatt i dag. T.d Pall óskar og flr. En hun vill gera þetta sjalf.
eða eins og segir i brefinu her: 
 Ég veit ekki hvort þú sért alveg að skilja afstöðu
 mína gagnvart þessu. Það er erfitt að útskýra en ég
 reyni með bestu getu að segja þér frá því hvernig mér
 líður án þess að fara of djúpt og án þess að særa þig
 óvart. Bara svo þú vitir það býr í mér mikil reiði, ég
 gýs upp útaf minnstu málum og fer í klessu út af
 smáatriðum. Ekkert sem ég geri er nógu gott að mínu
 mati og til þess að halda mér í jafnvægi þarf ég að
 hafa ákveðna rútínu - ef eitthvað bregður útaf eða
 eitthvað óvænt kemur uppá fer ég í kerfi og veit ekki
 hvað ég á að gera. Ég er ekki tilbúin í samband og
 veit ekki hvenær ég verð það, (auk þess sem ég hef
 ákveðinn smekk, eða ákveðna mynd af þeirri týpu sem ég
 sækist eftir og er óvíst að einhver uppfylli
 skilyrðin) en þegar ég ákveð að fara í samband verður
 það á mínum forsendum, ekki vegna þrýstings um að vera
 “eins”. Auk þess verð ég að segja að raunverulega
 hefurðu verið að ýta mér frá með þessum endalausum
 símhringingum og sms-um, of mikil athygli virkar
 fráhrindandi á mig og hefur alltaf gert. T.d. hefur
 mín bælda reiði kraumað á yfirborðinu þegar þú hefur
 hringt og ég vildi ekki svara því ég vissi að ég myndi
 hakka þig í mig og sjá eftir því þegar það væri of
 seint. (Þetta hefur komið fyrir!) Ég bara vil ekki
 þessa athygli og mér finnst óþægilegt þegar þú hælir
 mér í hvívetna því mér finnst það rangt, sú
 “yndislega” persóna sem þú lýsir er ekki ég, þú hefur
 bara ekki rekist á mína myrku hlið.
  Ég vona að þú skiljir að ég get þetta ekki, þú hefur
 kannski styrk í það og vilt endilega halda mér uppi og
 halda yfir mér verndarvæng, en það gengur ekki, ég
 gæti ekki lifað við það. Þú hefur mikið að gefa og ert
 góður strákur en mér finnst við ekki passa, ekki bíða
 eftir mér, það eru stelpur þarna úti sem geta gert ÞIG
 hamingjusamann, þú átt það skilið, en ég myndi bara
 draga þig niður í hyldýpi þunglyndis og við myndum
 rífast á hverjum degi. Gerðu þetta fyrir mig, hugsaðu
 um sjálfan þig, ég er að vinna að mínum málum og vil
 ekki hjálp - ég vil gera þetta sjálf
Sad but true ;/
kveðja 
Andres