Sælt veri hugafólkið.

Ég var dálítið á báðum áttum um hvort ég ætti að skrifa þetta hér inn á rómantík eða kynlíf en útaf því að þetta tengist í grunninum meira samböndum en sjálfu kynlífinu þá ákvað ég að skrifa þetta hér inn.

Ég hef ekkert ótrúlega langa sögu með kvennþjóðinni. Á síðastu tæplega 2 árum hef ég verið í 3 samböndum og þar af hef ég reyndar einungis verið á lausu í 3-6 vikur. Hlutirnir komust á skrif eftir að ég byrjaði með minni fyrstu kærustu. Á þessu tíma hef ég verið trúlofaðu og í sambúð en ég er hættur í því sambandi núna.

Ég hef ákveðið að tjá mig aðeins um mína skoðun á kynlífi í sambandi. Þegar ég byrjaði með minni fyrstu, sem var alveg hræðileg í bólinu, hafði ég virkilega takmarkaðan áhuga á kynlífi af skiljanlegum ástæðum. Ég byrjaði síðan með stúlkunni sem ég trúlofaðist einum og hálfum mánuði seinna. Með henni fór ég fyrst að almennilega að njóta kynlífs. Ég taldi þetta fyrst bara vera smá bónus sem fylgdi með sambandi en með tímanum byrjaði þetta að skipta mig meira og meira máli. Þetta hætti að vera bara smá bónus og fékk stöðuhækkun upp í nauðsinnlegan tjáningarmáta í sambandi. Þetta er svipað og með kossa. Ef kærastan þín hefur engan áhuga á að kyssa þig hvað segir það um sambandi? Mér finnst þetta sama vera með kynlífið. Ef hún vil ekki sofa hjá mér hvað er þá að mér? Ég hef einstakelga mikla snertiþörf og það er líka ákveðinn hluti af minni tjáningu. Maður þarf nauðsinnlega að tjá sig þegar maður er í sambandi og þegar maður er búinn að vera í sambandi í ákveðinn tíma þá fækkar umræðuefnunum þannig að maður venjulega eykur aðrar tjáningarleiðir.

Er ég sá eini sem lít á þetta svona?