Jæja, nú hef ég undanfarið verið að pæla mikið á hlutverkum kynjana og nú upp á síðkastið hef ég sértaklega pælt í þessu þegar kemur að samböndum og öðrum samskiptum kynjana.
Nú erum við kvennmennirnir alltaf að einbeita okkur að því að allir séu jafnir og svo framvegis.. En er það það sem við viljum ? Viljum við til dæmis ekki yfirleitt að strákarnir taki fyrsta skrefið og er það ekki það sem þykir eðlilegt ?
Ég fór að pæla í þessu afþví að ég varð hrifin af strák, við urðum góðir vinir og um leið og við kynntumst byrjaði eitthvað gerast á milli okkar, ekki beint kynferðislegt, en svona einhverjir straumar.. En ég var ekki alveg viss um hvað ég ætti að gera, ég komst að því eftir mikla umhugsun, að þegar kemur að því að stíga fyrsta skrefið er alltaf gert ráð fyrir því að strákurinn byrji.. Ef að stelpa reynir við strák (afsakið hvað þetta hljómar barnalega, datt engin betri leið í hug til að orða þetta) þá á hún það á hættu að vera uppáþrengjandi, pirrandi, og jafnvel drusla.. En þegar það eru strákarnir sem að stíga þetta skref og byrja þessa eiginlegu “viðreynslu” þá er ekki hugsað svona út í málið, þá er hann bara að sækjast eftir því sem hann vill. Skiljiði hvað ég er að fara ?? Ég er semsagt að vonast til þess að þið komið með ykkar comment á þetta, eruð þið sammála eða ósammála, endilega segið ef þið eruð ósammála, en ekki vera með neitt bögg, þetta eru bara mínar pælingar.

-Sandy