Mig langaði að fá að vita hvað þið haldið um málið sem að ég ætla að fara að segja ykkur frá. En það var nefnilega þannig að í sumar fór ég til útlanda og ég var þar í tæpa tvo mánuði. Eftir svona tvær vikur þá kynntist ég þessum strák sem að mér líkaði rosa vel við og honum líkaði við mig. Hann átti ekki heima í sama bæ og ég en hann kom þangað oft því að mamma hans og pabbi áttu heima þar. Við reyndum að hittast eins oft og hægt var og við vorum svona saman án þess að vera saman (við leiddumst og kysstumst en við kölluðum okkur ekki kærustupar, sögðum bara að við værum bara svona að deita).
Það voru samt alveg rosalega margir sem að komu upp að mér og sögðu að hann væri algjör hálfviti, hagaði sér furðulega, væri bara að nota mig og að hann væri hættulegur og að ég ætti aldrei að vera ein með honum. Ég var samt ein með honum nokkuð oft og hann reyndi aldrei að gera neitt ósiðsamlegt og ég gat heldur ekki séð að neitt af hinu væri rétt, hann hegðaði sér alltaf fullkomlega eðlilega þegar að hann var með mér. Hann fór með mig í heimsókn til mömmu sinnar og pabba og ég hitti líka bróður hans og konu bróður hans og ömmur hans. Ég held að ég hafi bara hitt alla úr hans nánustu fjölskyldu nema systir hans. Það var líka eina helgina sem að hann kom heim til mömmu sinnar og pabba því að hann var að fara í eitthvað brúðkaup með þeim í bænum sem að hann býr og síðan fór hann aftur heim með foreldrum sínum seint um kvöldið því að hann vildi hitta mig daginn eftir og eftir að hann væri búin að hitta mig þá ætlaði hann að fara heim til sín.
En allavega daginn áður að ég þurfti að fara aftur til Íslands þá var haldið svona kveðjupartý fyrir mig og vinkonu mína. Þessi strákur komst ekki því að hann var að fara að keppa í sinni íþrótt. En það kom þessi strákur í kveðjupartýið sem að ég hafði aldrei hitt áður. Allt í einu spurði hann hvort að ég þekkti ekki ****** og ég sagðist þekkja hann og þá kom í ljós að þessi strákur í kveðjupartýinu og strákurinn sem að ég hafði verið að deita leigðu saman íbúð, þessi strákur í kveðjupartýinu fór síðan líka eitthvað að tala um það að strákurinn sem að ég hafði verið að deita hefði verið að segja honum frá að hann hefði hitt einhverja stelpu einhversstaðar. En allavega seinna um kvöldið þá kom einhver upp að mér og spurði mig hvar ***** væri. Ég sagði að hann hefði ekki getað komið í kvöld en hann ætlaði að koma á flugvöllinn á morgun til að segja bless við mig. Herbergisfélagi stráksins sem að ég var að deita hafði heyrt spurninguna og þegar að hann heyrði að ***** ætlaði að koma á flugvöllinn þá sagði “nú ég hélt að hann ætti kærustu”. Enn seinna um kvöldið fékk ég síðan áreiðanlegar heimildir að hann hafi sést einhvers staðar einn með annarri stelpu en það var ekki tekið fram hvort að hann hafi vetið að leiða hana eða kyssa þannig að það gæti hafa verið bara frænka eða vinkona.
Hvað á ég að halda? Hann var reyndar einhvern tímann búin að segja við mig að hann hefði verið í föstu sambandi einu sinni í þrjú og hálft ár en fyrir einu og hálfu ári hefði hún dömpað honum og síðan þá hefði hann ekki verið í neinu sambandi, hann hefði alveg verið að hitta einhverjar stelpur en ekki verið í neinu alvöru sambandi. Hann sagði líka það sama kvöld að hann hefði ekki hugsað sér að fara út í neitt samband í vetur að minnsta kosti, hann ætlaði bara að einbeita sér að skólanum. Það var líka einn kunningi minn sem að sagði mér að þessi strákur væri ekki í neinu sambandi en hann sagðist reyndar ekki vita hvort að hann væri að deita einhverjar fleiri heldur en mig en hann sagði að strákurinn hefði sagt við sig að honum líkaði vel við mig en hann hefði bara ekki viljað verða áfastur mér því að ég þyrfti að fara heim til Íslands.
En já, hvað munduð þið halda? Haldiði að ég hafi verið eitthvað viðhald hjá honum eða….? Og finnst ykkur að ég eigi að halda áfram að tala við hann? Helsta ástæðan fyrir því að ég er að spurja ykkur að þessu er sú að ég er að fara að flytja til þessa lands næsta vor og það er bara spurningin hvort að ég eigi að fara að hitta hann aftur ef að ég og hann verðum bæði á lausu þá.