Í kvöld, 13. ágúst var ég að horfa á Discovery Channel. Það var að fara að byrja þáttur sem heitir Sex Sense og fjallar hann í grófum dráttum um það hvað Homo sapiens finnst gott og ekki gott í sambandi við kynlíf og kynörfun.

Í þetta skiptið fjallaði þátturinn um hár og mikilvægi þess í kynlífi fólks og kynörfun þess. Það sem kom fram þar ætla ég að túlka yfir á Íslensku.

Hár skiptir voðalega miklu máli þegar kemur að kynlífi og kynörfun. Það mörg hundruð þúsund hár á líkamanum en aðeins smá hluti af þeim sést greinilega.

Þegar kona flygsar hárinu sínu og horfir í augun á þér þýðir það að hún hafi áhuga á þér og sé hrifin. Það er búið að rannsaka það að konur sem hafa meira hár á líkamanum séu betri í rúminu heldur en þær sem hafa minna.

Nunnur hylja hárið sitt vegna þess að það er og var talið að hárið sé kynsegull og sé þar af leiðandi ekki til birtingar almennings. Á tímum rómaveldis þá voru konur hálshöggnar ef þær sýndu hár sitt utan hjónabands.

Þar sem maðurinn hefur svipaðar langanir þá má segja að flestum finnist gott að dekra við hárið á sér. Við erum ekki eina tegundin sem finnst það gott, tökum sem dæmi apa sem nota mikið af sínum tíma í að snyrta sig og aðra. Ef hárið á þeim er ekki nógu vel snyrt eru þau útskúfuð og það gerir það að verkum að þau komast aldrei inn í neinn hóp og deyja því. Ef þú ert að strjúka hárið á einhverjum er það merki þess að þú elskir þá eða berð tilfinningar til þeirra.

Á 21.öldinni ef þú ætlar að vera sexý (fyrir konur) þá er sagt að besti staðurinn sem þú getur farið á eru hárgreiðslustofur. Þar getur þú komið þínu statementi fram. Það er búið að sanna það að ljós hár er merki kynþokka hjá konu og er talið að yfir 25% kvenna sem eru með annan lit en ljóst hafi einhvern tíman farið á hárgreiðslustofu og látið lita á sér hárið ljóst.

Þar konur nota mikinn tíma í raka af sér hár þá gera karlar það ekki og erum við karlmenn taldir vera andstæða kvenna þegar kemur að hárum. Þar sem konur eru taldar kynþokkafullar með ljóst þá er dökkt inni hjá körlum. Hár undir höndunum og á kynfærum talið vera merki um hversu mikill maður maður er þá vilja konur ekki sjá megnið af þessu.

Næst þegar þið eruð að fara í gegnum hárið á öðrum/aðrir að far í gegnum hárið á ykkur hugsið þá um þetta því að það er ótrúlegt hvað fer framhjá manni í daglegu lífi.
Lifi funk-listinn