Ótrúlega frábært…
Ég var að fá bréf… frá fyrrverandi pennavinkonu… Algjör snilld! Ég skrifaði henni rétt fyrir jólin í fyrra og sendi henni gömul bréf frá henni, þar sem að dagsetningarnar voru alveg frá 1988 til ´91, frá því að ég var 10 ára!!! Hún skrifaði mér loksins til baka. Alveg frábært að sjá hvað henni er að ganga vel, og bara hvernig gengur. Ég held að ég verði að skrifa henni annað bréf, vegna þess hve aðstæður mínar hafa breyst… ég bíð kannski bara í nokkur ár með það :) Allavegana þá sé ég til… en ég fékk með þessu bréfi, bréf sem ég hafði skrifað henni… og ÓMG! Gæti ég verið barnalegri!!! eheheh ,,Bless, bless, þinn pennavinur“ aaarrrgggg ,,Plís ekki fara yfir stafsetningavillur” bbbbwwwwaaaaaaahhhhh ,,Hvað áttu marga límmiða? Ég nenni ekki að telja þá.“ !!!! Svo var eitthvað svona grín hjá mér með umslagið… Í staðinn fyrir að skrifa miss (ms)eða eitthvað álíka þá skrifaði ég ,,Mis stór” á undan nafninu… þvílíka gelgjan!!!!!!!!
Ég skora eindregið á ykkur til þess að finna gömlu bréfin í skúffunni, ég veit að það hendir þessu enginn, og senda pennavini ykkar það og litla línu um hvað hefur gerst síðan… Þetta yljar manni um hjartarætur og maður kemst í hálfgerðann jólafílíng (veit ekki afhverju)…
Gelgja
Gromit