Mey-Steingeit: Jarðbundin sjónarmið og gagnkvæm virðing mynda sterk bönd milli Meyjarinnar og Steingeitarinnar. Bæði þessi merki gæða sambandið hagnýtum hæfileikum og hyggindum sem í hag koma. Bæði eru mjög heimakær. Meyjan finnur fátt gagnrýnisvert í lífsstíl hinnar einbeittu, framgjörnu Steingeitar. Eins dáir Steingeitin hina óþreytandi eljusemi MEyjarinnar og fullkomnunaráráttu. Hvort veitir hinu mjög vel þegna virðingu og viðurkenningu, og full ástæða er til að telja að þetta samband verði endingargott eftir að það er á annað borð komið á. En þó að bæði hafi líkar skoðanir á andlegum og huglægum efnum er líklegt að þessi merki séu dulari á tilfinningar sínar. Ef samband Meyjarinnar og Steingeitarinnar á að endast vel og lengi er Geitinni og Meynni nauðsynlegt að láta tilfinningar sínar ótvírætt í ljósi og læra að tjá sig hvor gagnvart hinni á dýpstu sviðum tilfinninga sinna.


Mey-Vatnsberi: Hugmyndaauðgi og ást á hugvísindalegum iðkunum er tengiliður milli þessara tveggja merkja. Vatnsberinn er uppspretta hugmyndanna, Meyjan er hið sígenga vatnshjól sem kemur þewsum hugmyndum í framkvæmd. En eðliseinkenni og tjáningarmáti huga þeirra er svo ólíkur að Meynni og Vatnsberanum kann að reynast erfitt að búa saman til langframa. Skoðanir Meyjarinnar eru yfirleitt persónulegar, gagnrýni hennar beinist að einstaklingum-þar á meðal henni sjálfri-en Vatnsberinn er hins vegar opnari og hjálpfúsari gagnvart heiminum í heild. Bæði eru raunsæ og svolítið vör um sig, en sitt með hvoru móti-MEyjan á tilfinningasviðinu og Vatnsberinn á því vitsmunalega- og skortir þann úthverfa ástríðuhita sem nauðsynlegur er til að laða hvort annað til marktækari gagnkvæms skilnings. Þessi tvö eiga mikið verk fyrir höndum eigi þau að koma á viðráðanlegu sambandi.


Mey-Fiskar: Meyjan og Fiskarnir laðast oft sterklega hvort að öðru-Meyjan að hinu ástríka og tilfinningaríka eðli Fiskanna, Fiskarnir að skarpri greind Meyjarinnar. Bæði eru merkin siðferðislega sinnuð, og í samskiptum þeirra vaknar oft sterk rómantísk ást án þess að hún fái útrás í sterkum líkamlegum samskiptum. En að þó að þessi merki séu bæði fremur hlédræg-ekki beinlínis samkvæmishetjur-er hætt við að það sem ólíkt er í fari þeirra hreki þau hvort í sína áttina. Um leið og hin aðfinnslusama Mey finnur að við Fiskinn, er hann sviptur sjálfsöryggi sínu og einbeittni vegna þess hve ofurviðkvæmur og særanlegur hann er. Og Fiskarnir sem eru síleitandi að hinum upphafna, rómantíska elskanda, verða sárlega vonsviknir með kaldranalega framkomu Meyjarinnar.


Vog-Vog: ÞEtta ástríka samband er tvíeflt vegna árvekni og réttlætiskenndar þess merkis. Vogir eru undir stjórn Venusar og eru ástríkt fólk, skilningsríkt og viðkunnanlegt og í innbyrðis samúð með sameiginlegt markmið samstilltrar ástar. En þó að þetta par eigi auðvelt með að koma á ómantísku samræmi, opinbera tilhneigingu sína til unaðar og nautna í svefnherberginu, er kannski lítið jafnvægi á öðrum sviðum sambandsins. Báðir aðilar taka létt á hlutunum og þeim hættir til að vera fremur óraunsæ á hið daglega líf. Ef ekki kemur til styrkara afl til að halda uppi jafnvæginu er hugsanlegt að þau láti glepjast af hjómi sem leitt gæti til tómleika í lífi þeirra. Þetta par þarf að draga úr hvötinni til að ráðskast með hluti sem í rauninni geta aldrei komist í jafnvægi.


Vog-Sporðdreki: Í hugmyndaríkum samskiptum þessara aðila hrífst Vogin af sterkum og ástríðufullum ákafa í framkomu Sporðdrekans, og hin upplyftandi hugtakatjáning Vogarinnar verkar örvandi á Sporðdrekann. En þegar kemur að rómantíska þættinum verður ákafi Vogarinnar helst yfirborðslegur og flöktandi fyrir Sporðdrekann sem er trygglyndari og fastari í rásinni. og þyngslaleg heilabrot Sporðdrekans og einveruþörf fara í taugarnar á hinni skemmtanafíknu Vog. Líkast til verður það ekki til langframa þegar þessi tvö skjóta sig hvort í öðru, því hvorugu finnst það geta notið sín til fulls.