Sælir allir hugar vonandi fæ ég einhver svör við þessu hérna hjá mér. ég var að hætta með strák sem ég var með í mörg ár. Við búum mjög nálægt hvoru öðru og eftir að við hættum saman erum við alltaf að hittast aftur og aftur og það er svo ógeðslega erfitt málið er bara að ég þoli ekki að sjá hann svona mikið ég er að farast yfir því að sjá hann á næstum hverjum degi.
Málið er að ég er brjálað öfundsjúk ennþá þó við séum hætt saman sko ef hann er á rúntinum með öðrum stelpu þá er ég alveg brjáluð á ég að vera það? það er bara svo erfitt að sjá hann alltaf svona vakna upp gamlar tilfinningar sem eru greinilega ennþá til staðar.
ég ræð ekki við mig hvernig ég læt og helli mér oft yfir hann út af engu (þó svo við séum hætt saman) verð mjög oft brjáluð og missi algerlega stjórn á mér. haldiði að þetta lagist ef ég færi í burtu og þyrfti ekki að sjá hann svona oft??!!?? og er eðlilegt að vera pirraður ef hann er að hanga með öðrum stelpum??