Það er svo skrítið en stundum getur maður alveg sokkið sér í erfiðleika sína og jafnvel vorkennt sjálfum sér. Ekki misskilja mig ég er ekki að gera lítið úr erfiðleikum neins. Þannig er mál með vexti: Ég var að lesa tímaritið Nýtt líf sem er nýkomið út og þar er sagt frá ungri konu sem var nýtrúlofuð og nýbúin að eignast barn þ.e.a.s dóttir þeirra var 8 mánaða.
Maðurinn hennar ferst í sjóslysi og fimm árum seinna deyr dóttir hennar í bílslysi. Allt í einu er hún orðin ein.
Þetta er alveg rosalega sorglegt að lesa.
Þetta fær mann alveg til að hugsa og maður segir við sjálfan sig hvað er ég að vorkenna sjálfri mér. Ég veit bara að ef þetta henti mig þá myndi ég gjörsamlega brotna saman. Ég hreinlega tárfelldi þegar ég las þetta.
Takið ástvini aldrei sem sjálfsögðum.
Kveðja,
Krusindull