Það er langt síðan að einhver talaði um rómantík þannig að ég verð að deila með ykkur hlut sem kærastinn minn gerði fyrir mig fyrir stuttu. Þetta er eitthvað sem ég hef í fyrsta skiptið fengið á minni ævi…Svona dekurdag =) Fékk líka að vita það að kærastinn minn hefur rómantíkina alveg pottþétt á hreinu;)

Hann kom heim til mín einn daginn eftir vinnu með búnt af rauðum rósum handa mér. Mér fannst það alveg yndislegt, hafði aldrei fengið svona margar rauðar rósir áður. Síðan bauð hann mér í bíltúr. Hann var reyndar búinn að skipuleggja svoldið fyrir og sagði mér að taka með mér sundföt og annað tilheyrandi. Hann keyrði með okkur í Bláa Lónið en ég hafði aldrei farið þangað áður þannig að þetta var bara algjör pardís fyrir mig. Alveg svakalega flottur staður. Þegar við vorum búin að vera þarna í svolitla stund þá átti ég að fara í nudd. Hann hafði pantað fyrir mig nuddtíma. Þetta var ofan í lóninu og mér leið svo vel. Fékk að liggja á dýnu og svo nuddaði konan axlirnar á mér, bakið, höfuðið, andlitið og handleggina. Vá hvað mér leið vel eftir þetta.
Ég var gjörsamlega örmagna eftir nuddið þannig að við fórum uppúr. Hann bauð mér upp á kaffi þarna eftir á og síðan keyrðum við aftur til Reykjavíkurs. Þegar þar var komið þá bauð hann mér út að borða á uppáhaldsstaðinn okkar og þegar við vorum að bíða eftir matnum okkar þá gaf hann mér hálsmen. Gullhálsmen með bláum hjartalaga steini.
Þetta var alveg yndislegt sem hann gerði fyrir mig og það besta var að við áttum þennan dekurdag saman.
Síðan eftir matinn leigðum við spólur og höfðum það kósí það sem eftir var kvöldsins.

Það besta við þetta var að við bæði höfum verið að vinna svo mikið þannig að við höfum voðalega lítið getað gert eitthvað saman. Þannig að þetta var svona dagur sem við eyddum eingöngu með hvor öðru og bæta upp fyrir hin skiptin. En þar sem mér fannst þetta vera meirihluti bara dekur handa mér þá verð ég að finna upp á einhverju sniðugu.

En endilega segið mér frá einhverju rómantísku sem hefur gerst hjá ykkur að undanförnu.

Kveðja, cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)