Rómantík, ást og bíómyndir Fyrsta fullyrðing: Mér finnst að það eigi að banna rómantískar gamanmyndir! (Nei, djók… kannski ekki alveg banna þær)

Í bíómyndunum smellur fólk instantly saman. Á fimm mínútum veit það að það langar að eyða ævinni saman og hleypur svo á brott til Las Vegas og giftir sig. Nú svo er hin klisjan að þau þoli ekki hvort annað í byrjun en svo while working late in the office… tilneydd náttúrulega því þau þola ekki hvort annað… þá gerist eitthvað og þau smella instantly saman og uppgötva bæði (eða horfast í augu við) þær hamslausu tilfinningar sem þau bera hvort til annars…. og elskast næturlangt.

Takið eftir í báðum tilvikum kemur þessi “smellur” sem virðist alltaf eiga sér stað hjá báðum aðilum á sama tíma. Þessar klisjur eru fjöldaframleiddar í formi bíómynda og sjónvarpsþátta og við… án þess að vita gleypum við þessu! Raunveruleikinn fer smátt og smátt að fölna í samanburði við múvímómentin.

Nú segja eflaust margir: Þetta eru bara bíómyndir! Maður á ekki að bera raunveruleikann saman við þær. (Margir strákarnir segja eflaust: Nákvæmlega!!! Og hvernig eigum við að keppa við þetta??? Það hins vegar er efni í allt aðra grein út af fyrir sig)


Nú…. það er einu sinni staðreynd að við eyðum flest öll talsverðum tíma í sjónvarpsgláp. Hvaða stelpa bráðnaði ekki þegar Richard Gere kom á hvítum limmó og sigraðist á lofthræðslu sinni við að klifra upp brunastigann til að bjarga Juliu Roberts í Pretty Woman???? Ég held að langflestar vorum við grænar yfir þessu atriði og vonuðum að einhvern tímann myndum við hitta mann sem myndi leggja allt þetta á sig til að vinna hjarta okkar og gera drauma okkar að veruleika.
Þegar maður er með fiðring í maganum þá hverfur öll rökhugsun… maður leyfir sér að njóta tilfinningarinnar sem kemur þegar svona atriði ná að ýta við manni.

Eins og ég sagði þegar maður er með fiðring í maganum og öran hjartslátt og er dreymin á svip þá hverfur rökhugsunin. Auðvitað verður fólk ástfangið á fimm mínútum í bíómyndunum…. ÞETTA ERU BÍÓMYNDIR!!! Það er bara ca. 90-120 mínútna rammi til að koma öllu fyrir!!! Þú færð rómantíkina, tilfinningarnar og ástríðuna beint í æð, BANG!!! Raunveruleikinn hinsvegar er ekki alltaf þannig.

Nú segja örugglega margir: Það er alveg til eitthvað sem heitir ást við fyrstu sýn. Eða…. Það hefur alveg komið fyrir mig að vita um leið og ég sé manneskju að mig langar að vera með henni. Eða… Hvað er hún að segja að það sé ekki til instant losti og ást og allur pakkinn???

Jú, þetta er allt til og ég er síðust til að neita því. Eeeeen….. hitt er líka til og við gleymum því oft. Allavega gerði ég það. Ástin getur tekið sinn tíma við að birtast manni.

Það tók mig þrjá mánuði að verða ÁSTFANGIN af kærastanum mínum sem ég er búin að vera með í ár núna. Fyrstu þrjá mánuðina var ég heilluð upp að vissu marki en við vorum ekki að “smella” saman. Það voru endalausar vangaveltur hjá mér hvort þetta væri nokkuð að virka… ég meina… “allt var frábært en ekki fullkomið” eins og hann sagði svo sjálfur þegar hann játaði fyrir mér að hann hefði líka pælt í þessu. Við vorum semsagt bæði án þess að segja hinu frá að pæla… af hverju kemur smellurinn ekki? Af hverju erum við ekki ennþá orðin fullviss um tilfinningar okkar?

HALLÓ, við vorum nýbúin að kynnast og kannski er betra að segja hittast því maður klárar aldrei að kynnast einhverjum.

Þegar við hinsvegar hættum öllum leikjum, töluðum saman, kynntumst betur, hættum að bíða eftir smellnum og nutum þess sem okkur þótti frábært en þó ekki fullkomið….. þá viti menn alveg óvart urðum við ástfangin…. Það sem betra er er að við urðum ástfangin af manneskjunni eins og hún raunverulega er en ekki the first impression af henni. Höfum við ekki öll lent í því að þegar maður kynnist fólki betur þá er það oft allt öðruvísi heldur en maður taldi það vera í upphafi?

Það sem ég er að segja með þessari endalaust löngu grein er að: Það eru margar uppskriftir og formúlur að ást. Myndirnar sýna bara brota brot af því hvernig ást getur sprottið og orðið til. Það eru til sambönd sem byrja með sprengingu og slokkna fljótt. Það eru líka til sambönd sem byrja með sprenginu og haldast meiriháttar áfram. En það er líka til ást sem byrjar hægt en er stöðugt upp á við…. og váááá hvað það er gaman! Ég er búin að vera með elskunni minni í heilt ár og er ennþá að verða ástfangin af honum.

Boðskapurinn er því: Ef eitthvað er frábært en ekki fullkomið ekki gefast upp á því! 5-15 mínútur í bíómyndatíma geta verið mánuðir í rauntíma. Ég gafst næstum því upp en mikið er ég glöð að ég gerði það ekki. Kærastinn minn er eins og endalaust surprise… just keeps on giving and giving. Lífið er yndislegt, ástin er yndisleg. Lífið er í rauntíma verum því ekki of fljót á okkur.