Svona standa málin, vinkona mín bað mig um ráð í gær sambandi við strák sem hún er eitthvað að slá sér upp með - mig langaði að fá að vita hvert ykkar ráð eru við aðstöðunni sem hún er í. :)

Hún er fædd 1984 og hann 1983 og fyrir rúmum 3 vikum byrjaði hún að hitta þennan strák - hún lýsir honum sem voða fínum gaur en gallinn við hann er bara sá að hann er:
a) alltof upptekinn, hann er að vinna til klukkan 17:00 og svo fer hann á box æfingu frá 18:00 - 21:00 og er því svo óhuggnalega þreyttur þegar hann kemur heim að hann leggst bara upp í rúm og sofnar.
b) hann er alltof lokaður, þegar hún er að reyna að tala við hann og segja honum að hún vilji hitta hann oftar þá snýr hann útúr og greinilega meikar ekki að tala um þetta.

Hann er búinn að segjast vilja vera með henni (semsagt svona boyfriend/girlfriend) en samt hringir hann bara í hana á 3-4 daga fresti - en hún vill náttúrulega að hann hringi í sig allavega daglega ef hún á að geta kallað hann kærastan sinn.
Þetta byrjaði voða fínt hjá þeim, hann hringdi oft í hana og/eða sms-aði henni bara svona til þess að sýna henni að hann sé að huxa um hana, en núna er ekkert svoleiðis í gangi…
Hún veit ekki hvort hún á að hringja í hann eða bara að látast vera áhugalaus og leita á önnur mið..

Og já hún er búin að sofa hjá honum - enda hafa þau átt eitt frábært rómó kvöld og það var bara ekki hjá því komist, og á þessu svakalega rómantískakvöldi þá sá hún hvernig hann getur verið og hún vill fá fleiri þannig stundir með honum - en það er greinilega hægara sagt en gert!

Hvað getur hún gert svo að hann opni sig?
Hvað getur hún gert svo að hann hringi oftar eða semsagt sýni meiri áhuga?

Hefur hann ekki bara alltof lítinn tíma og er bara alltof lokaður til þess að hætta sér í eitthvað samband núna, á vinkona mín ekki bara að finna sér annan?