Núna er ég að ganga í gegnum svo erfitt tímabil. Ég er að ganga í
gegnum það að reyna að komast yfir fyrrverandi kærasta. Og það
bendir svo margt til að ég á eftir að falla á að komast yfir hann
og gefast upp og deyja úr sorg en ég held í vonina. Það er 1
mánuður síðan allt slitnaði, fyrstu vikurnar voru hræðilegar en
þegar ég fór að átta mig á því að fleiri fiskar eru í sjónum kom
einhver von, einhver lítil von sem féll og svo þegar ég fór að átt
mig á því að ég var ennþá alltaf að reyna að nálagst hann og búin
að sofa hjá honum nokkrum sinnum eftir sambandsslitið hugsaði ég að
þetta yrði að stoppa Hefur einhver gengið í gegnum þetta og getur
aðeins hughreyst mig í þessu, finnst eins og ég sé að missa af öllu
þegar hann er ekki við hlið mér og finnst eins og hann sé alltaf
eitthvað mér við hlið lyktin af honum minningar. Og tilhugsunin að
vakna ein og hafa hann ekki mér við hlið er hræðileg allt er
hræðilegt í dag hjá mér. Ég er að gefast upp ég kemst ekki yfir
hann hvernig varð ég svona rosalega ástfagin ég tek ekki eftir því
fyrr en við erum hætt saman.
Hefur einhver lent í þessu??