… Það tekur fólk misjafnlega langan tíma að trúa því að eitthvað gott sé að gerast fyrir það. Ástin á sér kannski ekki alveg jafn greiðfæra leið að öllum, þó svo að þráin eftir henni sé eins sterk og mögulega verður ákosið. Að treysta getur reynst sumum eins og að gefa frá sér hluta af sál sinni, hluta af fortíð og framtíð, hluta af von um einhverskonar endalausa sameiningu. Ég held að það sé traustið sem oft endar sambönd, þegar fólk hættir að treysta hinum aðilanum til að elska sig jafn heitt eða vera eins hrifinn….
Tortryggni og afbrýði rústa eflaust mjög mörgum samböndum og eru í raun eins og verstu illgresi í ástargarðinum. En pælingin mín er einfaldlega sú; Hverju tapar maður að láta á eitthvað reyna? Hverju tapar maður við það að byrja að þykja vænt um einhvern, eða treysta einhverjum til að elska mann á móti. Oft hefur það brugðist til beggja vona, það hefur verið sárt, það hefur verið grátlega sárt, en einhvernveginn þá jafnar maður sig,,aðeins ríkari af vitneskju um að því miður er lífið hverfult, en engu síður mikilvægt að taka áhættur og læra af því sem gerist..

Ég kynntist manni,,talandi um rómantík þá kunni hann allt það. Gallinn var bara sá að ég kunni ekki að taka á móti henni…fannst hann vera að ljúga að mér,,,fannst hann vera bara að reyna að koma mér í rúmið eða eitthvað álíka. Jú eftir nokkrar vikur og frábærar stundir þá fékk hann mig, ekki aðeins líkamalega heldur fór mér að þykja þetta litla vænt um hann. Fallegu orðin voru orðin að hluta af okkar samtölum, og ég fór að treysta honum að taka mér eins og ég væri, með kostum og göllum……

En allt í einu varð hann kuldalegur, hrannaralegur, fór að gera grín að öllu sem mér þótti miður og svo framvegis. Þessi rómantíski fallegi strákur sem hafði gefið lífi mínu svo mikinn lit með fallegum orðum, fallegum skeytum og fallegum minningum kom nú fram í öllu sínu rétta ljósi. Síðustu skilaboð hans voru….taktu nú inn lyfin þín. Sömu orð og hann notaði á fyrrverandi sína… (sem hafði nokkrum sinnum verið lögð inn vegna riflildis við hann) En lyf eru ekki hluti af mínu lífi, þannig að ég þakkaði honum fyrir ábendinguna, því vissulega þyrftu allir á vítamíni að halda.

Mitt móttó var alltaf, ekki byrja með strák sem er gramur og reiður út í sína fyrrverandi, og talar illa um hana..því hann mun tala einnig þannig um þig. Nú hefur sú kenning mín ræst heldur betur. Eftir stend ég svo agndofa, með fullt af tilfinningum til hans, fullt af kærleik sem hann treður yfir með kuldalegum og afskiptalausum setningum…. Móttóið mitt sannaði sig, þannig að lærdómurinn hlítur að hafa verið sá, að treysta ætíð á sjálfan sig og sín móttó…….Eða hvað?????????????????????????????????????'