Hvar er rómantíkin? hæhæ

Ég hef tekið eftir því hérna í greinunum að það er ekkert alltof mikið talað um rómantíkina… langflestar greinarnar eru um einhversskonar vandamáli í samböndum, ástarsorgir eða að þessi geti ekki náð í þennan útaf þessu. Mig langar aðeins að breyta þessu og ég vona að fleiri komi með svona í kjölfarið ;) en allavega… hérna er ég með smá innlegg.

Jæjam… fyrir nokkrum vikum kynntist ég manni, yndislegum manni vægast sagt. En já eins og kannski flestir þá hittumst við fyrst niðrí bæ, það kemur kannski engum á óvart ;) spjölluðumst og svona kynntumst smá (kannski ekkert svo rómantískt)

Daginn eftir þá hringdi hann í mig og bauð mér á rúntinn… allt í lagi við fó´rum á rúntinn og spjölluðumst meira og fórum saman og fengum okkur ís og röltum aðeins um miðbæinn og skoðuðum lífið saman hönd í hönd ;) mér fannst þetta rómantíst móment, en það fer náttla líka eftir hugarfarinu hjá þeim sem eru á staðnum ;) og það var akkúrat þannig hjá okkur… jæjam þessu kvöldi lauk með yndislegum kossi fyrir utan heima hjá mér.

Einhverju seinna bauð hann mér með sér í útileigu eða sumarbústað, ég segi útileigu því við ákváðum frekar að tjalda í garðinum við bústaðinn ;) Þetta var yndisleg ferð… hann sýndi mér allt þarna á leiðinni, eldaði dýrindis mat handa mér, spilaði á gítar og var bara endalaust að koma mér á óvart í einu og öllu.

Núna erum við búin að vera saman í nokkrar vikur og þetta er svona ennþá… hringir í mig til að spila fyrir mig á gítarinn lög sem hann er að æfa, bíður mér heim í mat eða stekkur útí næsta blómabeð til að geta fært mér blóm í göngutúrum ;) Þetta er að breytast í besta tíma lífs míns… svona eiga sumrin að vera :)

En allavega nóg um þetta núna ég vona að það séu fleiri með eitthvað svona sem þeir vilja deila með okkur :)

kv. Solita
Kveðja Malin