Var einhver sem horfði á Pollýönnu myndina á ruv á föstudagskvöldið? Mér fannst einmitt svo fyndið að þessi mynd skyldi vera sýnd þar sem svolítið hefur verið rætt um Pollýönnu viðhorfið hérna á huga!! Málið var að ég var búin að gleyma hvernig þessi saga var, las hana þegar ég var lítil en var samt búin að gleyma mestu um það hvað hún var og hverskonar hugsanagang Pollýanna hafði. En allavegna, þá er alltaf verið að segja mér að hugsa jákvæðar(þyki víst vera of svartsýn og neikvæð), og var mér bent á að horfa á þessa mynd!!! Ég ætlaði nú ekki að nenna því í fyrstu, en síðan fór ég að verða forvitin og áður en ég vissi var ég búin að horfa á hana alla.
Ég verð nú að segja það að ég reyndi auðvitað eins og ég gat að finna allt það neikvæða við Pollýönnu. Veit ekki afhverju ég gerði það, sennilega afþví að ég hef svo neikvæðan hugsunarhátt eða eitthvað, eða afþví að það er alltaf verið að segja að hún hafi verið svo góð og bla, bla, bla!! Æ, ég veit það ekki. Auðvitað er gott mál að geta fundið alltaf eitthvað jákvætt við alla hluti og maður ætti að sjálfsögðu að reyna það. En það bara getur verið svo erfitt!! Hmmmmmm, mánudagur?????….Ja, fjórir dagar fram að helgi!!! Kveðja mks