Ég held að það hljóti að koma einhvern tíman fyrir alla að verða hrifin af besta vini sínum hvort sem það er vinur af sama kyni eða ekki. En málið er bara að þegar maður er hrifin af besta vininum þá er það svo flókið stundum að vera bara vinir. Maður getur ekkert að því gert þó svo að maður hrífist af vinum sínum en maður vill heldur ekki láta það koma á milli vinátunar.

Ég er nú svona ógeðslega óheppinn manneskja sem er ekki þetta kærustuefni en ég er greinilega vinkonuefni því að ég hef og á vini. Það fer stundum svolítið í mann að vera ekki talinn vera þetta kærustuefni en maður endar með því að læra það. Málið er bara að haga sér eins við manneskjuna sem maður er hrifin af og aðra en það er bara svo erfit stundum. Því að stundum vill maður bara gleyma því að manneskjan er bara vinur mans eða einhver annar sem maður þekkir ekki svo vel og vill bara fá að knúsa hann/hana og kyssa í friði.

Svo eru það hinir vinirnri mans sem fá að vita það að maður er eitthvað heitur fyrir hinum aðilanum. Þeir reyna náttúrulega að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að segja ekkert eða koma fólkinu saman. Það endar samt alltaf með því að einhver missir eitthvað út úr sér eða þá að manneskjan sem maður er eitthvað heitur fyrir fattar allt saman. Þetta er svona alltaf hjá mér og það fer í taugarnar á mér að geta ekki falið tilfinnigar mínar. Fólk sem þekkir mig eitthvað þarf ekki annað en að líta á mig og þá sér það hvað ég er að hugsa eða svona nánast. Það er bara sagt ójá þú meinar það? Svo þarf ég ekkert að segja hvað ég er að meina. Þetta er kannski ekki svo slæmt en það er bara leiðninlegt að geta ekki haldið þessu fyrir sig. Svo ég spyr ykkur hin hérna á huga hvernig farið þið að því að fela þetta svona? Ég get það alls ekki og samt er ég búin að reyna að brufa það.