Það er svo gott, þegar það er svona kalt úti, að kúra undir sæng með þeim sem maður elskar! Bara finna hlýjuna af hvort öðru og njóta þess að vera saman.
Kærastinn minn er búinn að vera að vinna úti á landi núna í nokkurn tíma, og þó svo að mér hafi fundist gott að fá smá pásu frá hvort öðru(ég tel að það sé holt fyrir sambandið) þá fannst mér voða gott að fá hann aftur. Hann kemur reyndar alltaf heim um helgar en er þess á milli úti í sveit! En í gær kom hann óvænt í heimsókn, og áttum við góða stund í stóra rúminu okkar(sem er búið að vera svo tómlegt á meðan hann hefur verið í burtu, bara ég og kisa!!). Við kúrðum saman, ég hann og kisa, og það var svo notalegt. Að vera í hlýjunni og heyra í vindinum gnauða fyrir utann gluggann. Mér finnst ég alltaf finna það best þá hvað maður er í raun heppinn að hafa þak yfir höfuðið og hvað maður hefur það í rauninni gott.