Ég var að pæla…Hefur trúlofun misst gildið sitt? Ég komst að því um daginn að grunnskólakrakkar í 8.-10.bekk séu byrjaðir að trúlofa sig!!! Það er náttúrlega bara algjör vitleysa og hefur enga þýðingu þar sem krakkarnir eru svo ungir.
Einnig að menntaskólakrakkar sem hafa verið saman í slatta tíma þeir eru byrjaðir að trúlofa sig, er það ekki bara svolítið fullsnemmt þar sem maður er á þeim aldri sem maður nýtur lífsins enn í fullu fjöri og skemmtir sér?

Svo er það annað. Ég er í menntaskóla og ég hef orðið vör við það að stelpur í menntaskóla vilja oftast eldri stráka. Það hefur nú bara oft fundist vera eðlilegt en nokkrar stelpur sem ég þekki sem eru 18 ára, þær eru með strákum sem eru 8 til 10 árum eldri!
Semsagt nær þrítugir og þær sjá ekkert athugavert við þetta. Ég var einmitt að pæla að þessi aldur þegar maður er orðinn þrítugur þá er maður búinn með háskólann, ætti að vera í fastri vinnu og leita sér að konu og búi. Ég veit bara að sem 18 ára stelpa þá hefði ég ekki hugsað mér að trúlofast því að það er bara svo snemmt. Myndi ekki nenna að vera trúlofuð til tuttugu ára eitthvað og giftast svo eða hreinlega enda í sambúð.

Er þetta bara einhver vitleysa í mér eða hvað finnst ykkur.

Cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)