Í gærkvöld var týpískt vetrarveður hér á Akureyri en það var snjókoma og kallt og því fannst mínum fyrrverandi (X) alveg tilvalið að fara og bjóða mér upp á ís !!! Ég er þessi furðuvera sem finnst ekkert betra en að fá ís þegar mér er kallt … En allavega þá fórum við skjálfandi úr kulda út í uppáhaldssjoppuna okkar, Kaupang, og fengum okkur þennan líka góða ís og settumst með hann út í bíl, ennþá skjálfandi úr kulda og borðuðum saman úr sömu dollunni og hlustuðum á róleg lög á Bylgjunni. Svo þegar ísinn var búinn og grílukerti byrjuð að mindast á nefunum á okkur ( miðstöðin gerði ekki mikið gagn því að hún var eitthvað biluð og blés því bara köldu ! ) þá keyrði hann mig heim og við sátum í bílnum fyrir utan og spjölluðum um ALLT á milli himins og jarðar og svo kyssti hann mig góða nótt ( smá mömmu koss :) ) Ég er að segja ykkur það en ég held að ég hafi sjaldan upplifað jafn ÆÐISLEGA rómatíska stund áður….þetta var FRÁBÆRT ;)

En svo til að leyfa ykkur að fylgjast aðeins með mér, já og fá ráð, en þá er hún móðir mín að gera mig BRJÁLAÐA. Í gær þegar ég kom heim úr skólanum þá ákvað ég að setjast fyrir framan imbann og glápa á eina hryllings… með popp og kók. Svo kom mamma heim úr vinnunni og byrjaði strax að tuða um það að ég ætti að taka til í herberginu mínu, og blablablabla…. Ég skil ekki hvernig hún nennir þessu, ég meina herbergi bróður míns er BILLJÓN sinnum verra og neinei hún segir náttúrlega ekkert við því !!!
En jæja ég lofaði sjálfri mér að láta hana ekki fara í taugarnar á mér og ætla ég mér að standa við það…

Ok. aðeins aftur út í rómantíkina þá mæli ég með því eindregið við alla að (sem eru nálægt snjó) að drífa sig út og búa til engla og snjókalla og fara í snjókast, það getur verið geggjað rómó að leggjast svo í kaldann og blautann snjóinn með tærnar upp í loftið og horfa á stjörnurnar….

Rómantísk ástarkveðja til allra sem hafa reynst mér vel :)
Guð veri með ykkur
Luv
Nala