Er Rómantík dauð? Í mínum huga er rómantík kvikmynd.
Fullkominn ást milli tveggja einstaklinga sem svo löngu áður hafði verið rituð hjá örlögunum, stefnumót, sólarlagið, rósir, kossar, notarleg stund við arineldinn eða kertaljós, kvöldmatur bara tvö, eiga lag saman, að uppgvöta að þú getur ekki verið án hins einstaklingsins, og svo hvað svo, svo stendur maður upp slekkur á sjónvarpinu bíður maka sínum góða nótt og drífur sig í háttinn.

Og ég spyr, er þessi gamla góða rómantík (Svart/hvítu myndirnar)dauð, er hún bara væmni í dag, hvenær er maður að ganga of langt, hvenær er maður ekki að gera það, hvað er í lagi og hvað ekki.
Og stefnumót, ég var að tala við vini mína um stefnumót og í þeirra huga er ekkert sem heitir stefnumót, í þeirra tilfellum hitta þeir stelpuna í partýi, fá gsm númerið hjá henni SMS henni í nokkra daga og svo búmmbarabúmm, byrjuð saman.
er ekki lengur til sá hlutur að fara á stefnumót, kynnast einstaklingnum fyrst áður en maður bindur sig, njóta tímans áður saman áður en maður fer að gera kröfur til hins aðilans.
ég er þó ekki að segja að rómantík sé með öllu dauð því hún er til hjá fólki sem er í sambandi, enda þekkja þau langanir og þrár hvors annars.
En að þessu spyr ég, hvað er rómantík, hvenær verður hún væmni, því ég er einn af gömlu kynslóðinni og ég veit ekki í hvort fótinn ég á að stíga þegar ég ætla mér að kynnast stúlku.