Kossar Jæja jamm… Veit ekki hvort þetta á heima á kynlíf eða rómantík en gefum þessu séns. Hvað á að gera við konu sem kyssir mann aldrei? Ég er að tala um alvöru heita og blauta sleiki, ekki bara mömmukossa. Ég er að klikkast, við erum búin að vera lengi saman, og þetta er indæl og sæt stelpa, en hún bara kyssir mig aldrei, og þegar ég reyni (eða reyndi, ég er búinn að gefast upp, er sjálfur kominn með svona óþægilega tilfinningu gagnvart kossum) þá fæ ég alltaf á tilfinninguna að henni þykir það ekkert gott. Eins og gefur að skilja, er þetta að drepa sambandið, og ég er actually farinn að hugsa mér að hætta þessu öllu saman, svei mér þá. Hvað finnst ykkur? Er hægt að vera í sambandi án kossa?
(Varð bara að láta þessa mynd fylgja, hún er glæsileg)
K.