Mig langar að skrifa aðeins um Retrograde Jealousy, en ég veit ekki hvað íslenska heitið er.

RJ er þegar maður getur ekki sleppt fortíð makans. S.s. hversu mörgum makinn hefur sofið hjá, ef hann svaf hjá vini mans eða bara einhverju sem maður á erfitt með að sætta sig við í kynferðislegri fortíð makans.

RJ getur sprottið upp sama hvernig dæminu er háttað. Það eru dæmi um menn og konur sem geta ekki sleppt hugsunini um það að makinn sinn hafi haldið í hendina á öðrum.

Stundum er RJ skiljanlegt.. Ef maki hefur sofið hjá töluvert mörgum miðað við mann sjálfan eða ef maki hefur sofið hjá vini mans og svoleiðis. Þá er mjög erfitt að komast yfir það, því hugsunin er réttlát.

RJ getur eyðilaggt sambönd gjörsamlega. Margir karlmenn dæma konuna sína fram og aftur þangað til að henni líður eins og druslu og eina ástæðan fyrir því að hún fer ekki er af því að hún heldur að enginn annar mun vilja hana. Tár eftirsjáar breytast í tár reiði vegna þess að makinn vill ekki samþykja mann eins og maður er.

Enginn er verri manneskja fyrir það að hafa sofið hjá mörgum eða vegna óhappalegs vals á kynlífi. Nú höfum við það í huga að þetta er áður en fólk byrjaði saman. Þegar kynlíf á sér stað eftir að fólk byrjar saman, þá er það allt annar hlutur og er sanngjörn ástæða til þess að enda það.

Manneskjan sem finnur fyrir RJ getur fengið rosalega þráhyggju gagnhvart fortíð makans. Stundum getur sú manneskja legið í hugsunum um fortíð makans mjög lengi, stundum dögum saman og stundum hættir það aldrei vegna þess að manneskjan neitar að leita sér hjálpar eða slíta sambandinu. Það versta við þessa þráhyggju er að maður kýs að ímynda sér hana eins raunverulega og mögulega. Maður ímyndar sér makann að stunda kynlíf með einhverjum öðrum og maður hefur hljóð mynd og allt sem maður mögulega getur haft með. Það gerir hugsunina rosalega erfiða og á endanum verður maður háður þessari hugsun og vanlíðan.
Maður sækir í hugsunina í von um svör. Maður reynir að skilgreina hugsunina og skilja ástæðurnar.
Maður vill vita allan sannleik sem átti sér stað og oft getur manneskja sem upplifar RJ setið tímunum saman og lagt spurningar fyrir maka sinn og reynt að finna lygar.

RJ getur eyðilaggt traust gjörsamlega þar sem manni líður eins og brotið hafi verið á manni, þó svo sé raunverulega ekki.
Makinn sem er á hinum enda borðsins mun hætta að þora að segja frá hlutum úr fortíðini við hræðslu um það að sambandið endi ef eitt lítið atriði í viðbót komist upp og þá byrjar lygahringur að myndast sem sú manneskja getur ekki lengur haldið utan um og þegar upplifandi RJ kemst að því að maki sinn hafi logið um fortíðina, þá sleppur allt helvíti laust. Manni líður eins og allt sé lygi og öll fortíðin sé eins slæm og maður mögulega getur ímyndað sér og trúir ekki orði sem maki sinn segir.

Þá er traustið alveg á þroti og á endanum getur sambandið endað alveg rosalega ‘'abusive’'.

Ef þið upplifið RJ, ekki dæma maka ykkar. Sýnið maka ykkar ást og umhyggju vegna þess að maki ykkar gerði ekki þessa hluti til þess að særa ykkur. Ef þið elskið hvort annað, þá verðiði að treysta hvert öðru og reyna að tala sem minnst um fortíðina en þið getið talað um hvernig ykkur líður.

RJ stafar af minnimáttakennd og engu öðru. Þetta er ekki maka ykkar að kenna heldur er þetta ykkar eigin minnimáttakennd að drepa ykkur. Það er hægt að fá hjálp við því eins og mörgu öðru og ef þið viljið virkilega halda í maka ykkar en losna við þessa tilfinningu, leitið þá hjálpar.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.