Fljótfærni Lífið er ekki að klárast, svo ég viti. Lífið er ekki svo stutt að maður verði að grípa öll tækifæri og ef eitt sleppur frá manni þá sé maður skuldbundinn til þess að syrgja það sem hinn eina möguleika á sannri hamingju.

Með þessari heimspeki getur nefninlega margt gerst í fljótfærni. Nú er ég ekki í hjónabandi en þó naumlega, því ég hélt að þáverandi strákurinn minn væri eini góði strákurinn sem eftir væri í heiminum, talandi um að vera heilaþvegin af bandarískum bíómyndum.

Ég vil samt ekki meina að tækifærin séu í raun ofgnótt og ég hafi bara verið blind á alla aðra, alls ekki. Hins vegar er óþarfi að sætta sig við eitthvað samband sem maður stökk í raun of fljótt á vegna þess að maður er hræddur um að ekkert betra sé í boði. Því það er alltaf eitthvað betra í boði, eða jafn gott eða öðruvísi.

Ástæðan fyrir þessum hugleiðingum mínum er sú að nýlega rifjaðist upp fyrir mér sambandsslit vinkonu minnar fyrir milljón árum, þegar hún grét úr sér augun sextán ára gömul því enginn annar myndi nokkurn tíma elska sig. Að hugsa sér.

Hvenær er ekki lengur þess virði að fara í hjónabandsráðgjöf?

Hvenær er ljóst að neistinn er horfinn?

Hvernær er í lagi að halda áfram með sitt líf?
Have a nice day