Ég þarf virkilega að létta af mér, og ég þarf hlutlaust fólk til þess að „hlusta“ á mig… af mörgum ástæðum.
Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.
Ég var semsagt 17 ára þegar allt þetta átti sér stað, sem var í fyrra (2010).

Málið er að ég hef ekkert svakalega mikla reynslu af því að deita eða hitta stráka ein. Ég á alls ekkert erfitt með nein samskipti, ég hafði bara einu sinni verið að hitta strák og mér fannst það allt voða spennandi alltsaman og deildi því með vinkonum mínum, eins og öllu öðru (er mikið fyrir að deila hlutum með vinkonum mínum, sem er eðlilegt, i guess). Ég hitti þennan strák ekki lengi, og hann var fyrsti kossinn minn og allt en það gerðist aldrei neitt meira en það.

Síðan leið heilt ár og ég var ekki að hitta neinn. Ég fór í tonn af ballsleikum og var hrifin af þessum og þessum vini mínum. Ég byrjaði að djamma meira, þó að ég drakk ekki. Ég var samt algerlega “góða stelpan” sem gerði aldrei neitt af sér.

Ég held að auðveldasta leiðin til að útskýra af hverju ég hef haft svona erfitt að finna mér einhvern, að hitta einhvern og þannig er ekki af því að strákar hafa ekki áhuga, ég bara leyfi þeim ekki að hafa áhuga á mér. Ég á við mjög mikla sjálfstrausts-erfiðleika að stríða, ég ber það ekki utan á mér sem slíkt (ég er alveg hress og skemmtileg stelpa), en ef að einhver virðist vilja mig, þá á ég það til að hlaupa í burtu af því að það er það auðveldasta sem ég get gert. Reyni alltaf að finna mér undankomuleið. Sem er mjög skrýtið og leiðinlegt af því að ég var orðin alveg frekar desperate (ókei, kannski ekki desperate, en mig langaði rosalega mikið í kærasta)

Sumarið leið, og ég var að vinna með fullt af krökkum. Meðal annars strák, sem að ég hef þekkt lengi og er mjög fínn gaur, samt algerlega friend-zone gæji. Ég var ekki hrifin af neinum allt sumarið og ég leit varla á karlkynsveru í heila þrjá mánuði (sem var ekki á algeru friend-zone). Fékk samt alveg frekar clear message að þessi strákur sem ég var að tala um, væri hrifinn af mér (sagði mér það aldrei, en hann lét það mjög skýrt í ljós)

Ég var orðin rosalega þreytt á þessu öllu. Langflestar vinkonur mínar voru að deita hinu fullkomnu stráka, eða rosalega hamingjusamar á föstu og ég einhleypingurinn… bara ein. Ekki hrifin af neinum, ekki búin að vera að tala við neinn, ekkert… allt sumarið!

Síðan kom veturinn og af því að ég hafði verið svo desperate svo lengi, ákvað ég að hætta því alveg. Hætta að langa í kærasta, hætta að langa að vera að hitta einhvern strák… og byrja að skemmta mér bara, hætta að taka lífinu svona alvarlega. Þannig að ég byrjaði að drekka og gerði ýmislegt af mér. (Hljómar ekkert það illa, en að kyssa strákinn sem að vinkona þín er hrifin af er ekkert góðgerðarverk). Ég tók nokkur kvöld í að vera svolítið slutty og bara leyfa lífinu að gerast. (fór samt aldrei langt með neinum, bara kossar og káf).

Og ég var bara sátt með þetta. Fyrsta skipti síðan ég var 12 ára eða e-ð sem ég var ekki að bíða eftir því að riddarinn á hvíta hestinum kæmi til mín og við myndum verða ástfangin. Núna vildi ég ekki eiga kærasta. Núna ætlaði ég að lifa lífinu, ég get eytt restinni af lífinu til þess að vera í sambandi/gift, en ég er ennþá bara unglingur og af hverju ekki að gera hluti á meðan ég get það?

En þá kynntist ég strák. (“Kynntist”, af því að við kysstumst þegar ég var full, síðan lét ég hann hafa símanúmerið mitt og hann hringdi daginn eftir) Köllum hann Hermann.

Við Hermann byrjuðum að hittast aðeins. Og þrátt fyrir að fyrstu kynnin okkar hafi ekkert verið neitt frábær, þá var þetta virkilega fínn gaur og við áttum alveg böns af hlutum sameiginlegt. En ég var ennþá í hugarfarinu að ég vildi bara hafa gaman og var ekki tilbúin í neitt samband (í fyrsta skipti á ævinni nota bene).

Samband okkar var samt aðallega kynferðislegt. Að mestu leiti allaveganna.

En ég var aldrei hrifin af honum. Og eftir að hafa farið á nokkur “fullkomin” stefnumót (já, við fórum á stefnumót!!), þá hafði ég varla sagt vinkonum mínum frá Hermanni. Þær vissu alveg af honum, en ég deildi ekkert með þeim hvað ég var að upplifa, hluti sem ég var að upplifa í fyrsta skipti. Og við vinkonurnar deilum ÖLLU. En ég var ekkert hrifin af þessum strák. Og mér fannst það ekkert mál. Af því að ég var búin að segja honum að ég vildi ekki samband. En hann var búinn að segja mér að hann væri orðinn virkilega hrifinn af mér. Ég svaraði því ekki einu sinni.

Ég hafði nokkrar ástæður fyrir því að ég gat ekki orðið hrifin af Hermanni.

Í fyrsta lagi, þá fannst mér ég alltaf geta gert betur. Þó svo að hann var basically ég… bara karlkyns. Við hlustum á sömu tónlist, við höfðum svipaða deit-history, fýlum eins bíómyndir og æfðum sömu íþrótt.

Í öðru lagi, þá (eins og áður kom fram) var ég ekki að leitast eftir neinu permenantly með honum.

Í þriðja lagi, þá uppgötvaði ég (á meðan við Hermann vorum að hittast) að ég er hrifin af einum af bestu vinum mínum. Köllum hann Jóhannes.

En ég hafði alltaf löngunina til að gefa Hermanni smá séns.

Langbestu vinkonur mínar (þær eru tvær) höfðu litla sem enga reynslu, frekar en ég. Og þær voru alltaf á móti honum. Af því að þær vissu að ég passa betur við Jóhannes. Og það var augljóst að þær vildu ekki að ég væri að hitta Hermann. Af því að ég var ekki hrifin af honum og þær sögðu að maður ætti alltaf að finna það strax.

En hinar vinkonur mínar (restin af þeim), sem höfðu reynslu.. sögðu allar að ég ætti að gefa Hermanni séns. Sjá hvert þetta myndi ganga. Hvort þetta myndi ganga.

Ég endaði síðan “sambandið” milli okkar Hermanns vegna þess að ég vildi ekki lead-a hann on lengur, þar sem ég var ekki hrifin af honum og var hrifin af Jóhannesi.

Við Hermann héldum samt ennþá smá sambandi. Og hittumst einu sinni aftur. Og við sváfum saman. Ég vissi nú reyndar alltaf að það myndi gerast þegar ég fór að hitta hann eftir að hafa hætt með honum. (Vorum samt aldrei saman, bara auðveldast að útskýra þetta svona)

Síðan ætluðum við ennþá að vera vinir, en síðan fade-aði það bara út.


Allt point-ið með þessari sögu samt, er í rauninni að útskýra hvernig mér líður núna.

Ég er NÚNA hrifin af Hermanni. Þrátt fyrir að hafa ekki hitt hann eða heyrt í honum í 3 mánuði.

Ástæðan: ástæðurnar sem ég gaf fyrir að ég væri ekki hrifin af honum, eru allar í rauninni öfugar núna.

Í fyrsta lagi, þá er ég búin að sjá að ég þarf ekkert að geta betur. Og ég get örugglega ekkert gert betur. Frábær gaur, og ég er komast að því að strákar í kringum mig eru meiri fífl en ég hafði trú á.

Í öðru lagi, þá er ég meira en til í samband núna. Ég hefði ekkert á móti því að vera með honum, að hitta hann oft eða vakna og hann í rúminu mínu… ég er bara svona 4 mánuðum of sein!

Í þriðja lagi, þá er ég reyndar ennþá hrifin Jóhannesi, en ég efast um að eitthvað geti orðið á milli okkar (sem er whole another fiasco), en ég vissi það ekki þá.

Og núna, get ég ekkert gert í málunum. Hann löngu kominn yfir mig og ég ennþá föst í “what could have been” 4 mánuðum seinna. :(

Vá, þurfti bara virkilega á því að halda að koma þessu öllu frá mér og þú átt skilið súkkulaði fyrir að hafa lesið þetta allt.

Langar pínu að fara útí allt þetta með Jóhannes, en efast um að einhver myndi nokkurntímann nenna að lesa það, þannig… bara seinna!

Takk fyrir mig :)