Fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan skrifaði ég grein, sem var um það hversu erfitt það getur verið fyrir þriðja aðilann í framhjáhaldi, að höndla allar þesar tilfinningar sem brjótast fram þegar fólk verður ástfangið.

http://www.hugi.is/romantik/greinar.php?grein_id=40064

Allavegna er málið það að, ég hef átt í ástarsambandi í rúm tvö ár við stúlku sem var í sambandi. Ýmislegt gekk á, og oft vorum mjög tæp á vera nöppuð, hún hætti með sínum kærasta í haust og ég, að hennar ósk, gaf henni ráðrúm til hugsa sín mál.
Mæli með lestri fyrri greinar til að vita nánari málavöxtu.

Svo ég segi hvað hefur gerst frá fyrri grein sem var skrifuð í október.

Ég var búinn að fá loforð um vinnu í Þýskalandi, en ég, sem er alltof tilfinningaríkur náungi, neitaði henni þar sem ég sá hvað mín var andsnúinn þeirri ákvörðunn minni að flytjast burt.
Ég vissi að hún átti erfitt eftir sambandsslit sín, ég var tilbúinn að gefa henni allan þann tíma sem hún þurfti til að jafna sig, hún þurfti, og þarf að finna sig, hún hefur verið samböndum síðan hún var fimmtán, sem eru tæp tíu ár.

Jafnframt sagði ég henni að ég myndi ekki þola ef hún yrði með einhverjum öðrum strákum. Þetta var eina skilyrðið sem ég setti. Ég var semsagt tilbúinn að bíða í allan þann tíma sem hún þyrfti, ég bjóst alveg við einu tveimur árum, vonaði eftir færrum.

Það sem maður ruglaður að ætla bíða eftir konu í þetta langan tíma.

Hún fór heim til sín útá land um jól og áramót, og eftir þann tíma urðu okkar samskipti okkar aldrei eins, hún var miklu fjarlægari en áður, við töluðumst samt við á hverjum degi og hittumst einu sinni til tvisar í viku, og það varð strjálla eftir því sem leið á vetur. Ég var farinn að fá efasemdir um að kannski ættum við enga framtíð saman.

Núna um páskahelgina bauð ég henni með í ferð sem átti að vera skemmtiferð um hálendið, mig langaði að eyða tíma með henni og kannski líka að fá það á hreint hvaða tilfinningar hún bæri til mín enn.

Þessi helgi endaði á versta mögulegan veg, greinilegt var að hún var ekki með sömu tilfinningar til mín og ég til hennar, og í ofanálag var þarna náungi með í ferðinni sem henni leist vel á, og það voru stanslausar augngotur og daður, beint fyrir framan mig. Ég er ekkert heimskur maður og sá hvað stemmdi. og í fyrsta skipti við hana setti ég henni afarkosti, annaðhvort ég eða hann, og ef það yrði hann þá myndi ég alveg yfirgefa hana, við yrðum ekki vinir framar, það yrði aldrei neitt framar á milli okkar hvorki vinskapur eða kunningsskapur eða neitt annað.

Mér var mikið niðrifyrir, mun meira en ég bjóst við.

Þetta fór ekki vel.

Ég svaf ekki í tvo sólarhringa, borðaði ekki í tvo sólarhringa. Hugsaði bara um þau, stúlkuna sem ég elskaði og einhvern annan, saman.
Kannski mátulegt á mig, ég setti fyrrverandi kærasta hennar í sömu aðstöðu.

Ég heyrði ekkert í henni aftur, svo í dag hringdi ég í hana og vildi fá fötin mín sem ég átti hjá henni. og kom hún með þau í kvöld, þau var öll þvegin og brotin saman. Ég ræddi við hana, og sagði hversu mikið hún hefði sært mig, og frá mínum vonum og væntingum gagnvart henni og okkur, sagði henni að eftir þetta yrði aldrei neitt milli okkar, úff hvað þetta er búið að vera erfitt, að ég gæti ekki talað við hana í langan tíma. Að ég væri með stórt sár á hjarta mínu, og þar yrði alltaf stórt ör. Hvað ég myndi sakna hennar og félagskapar hennar, Að ég myndi alltaf elska hana, þótt við myndum ekki hittast framar.

Hún hljóp í burtu grátandi, ég stökk á eftir henni, náði að rétt að snerta handlegginn á henni, áður en ég ákvað að reyna hafa stjórn á mér og láta hana fara.

Þetta átti bara ekki að verða.

Ég vorkenni henni, fáránlegt, það var hún sem rústaði mér. Ég gæti aldrei sagt neitt vont um hana, fáránlegt, hún náði sér í annan beint fyrir framan mig, og drullaði yfir mig og mínar tilfinningar.

Ég gaf henni ráðrúm til að jafna sig eftir sín sambandsslit, og svona þakkar hún fyrir sig.
Furðulegt hvernig svona fer með mann, á t.d. erfitt með að vera einn núna, hef alltaf samt verið dálítill einfari.
Finn ekki fyrir reiði gangvart henni, vorkenni henni, vill ekki vera einhver leiðindi. Það myndi ekki þjóna neinum tilgangi.

Þarf að nota allan minn viljastyrk til að reyna gleyma henni, eða allavegna koma henni útúr systeminu mínu.

Öll mín plön og áætlanir hafa hrunið, ég hef látið undan miklum þrýstingi frá fyrrum vinnufélugum mínum, um að vinna eitt sumar í viðbót með þeim. Mér kvíður fyrir öllum þeim minningum sem munu kvikna þegar ég kem á staðinn aftur.
Minningum um okkur saman, í laumuspili inn í herbergjum, um okkur liggjandi út í móa í góðu veðri, um okkur reyna stjórna túristum örugga leið, um okkur saman í algjörri friðsæld og unaði.

Ég spurði hana hvort, það hefði bara verið uppgerð þegar hún sagðist elska mig og vildi giftast mér, hvort það hefði verið uppgerð þegar hún sagðist vilja bara vera með mér, hvort henni væri alveg sama, um að hún hefði sært mig og drepið smá hluta af hjartanu mínu, hún svaraði bara í tárum.

Það sem þetta er erfitt….