Langaði að skrifa hér smá pistil. Ég vissi ekki nákvæmlega hvert ég átti að senda greinina en fannst þetta áhugamál eiga mest sameiginlegt með sálfræðilegum pælingum. Þetta fjallar ekki beint um rómantíkina sem slíka, heldur einfaldlega um mikilvægi góðs hugarfars í samskiptum. (Baráttuhugarfar er orð sem ég skapaði sjálfur og á víst að lýsa því að hafa jákvætt hugarfar þó á móti blási og þó áhyggjurnar doki við).

Undirritaður hefur lengi glímt við lágt sjálfstraust og sjálfsálit og vill koma niður á blað mínum pælingum varðandi hugarfar. Ég hef mikið pælt í sálfræðilegum þáttum og hef barist gegn þessum leiðinlega “sjúkdómi” ef svo má að orði komast með því að pæla fyrst og fremst í hugarfari og hjarta. Ég vona að ég geti hjálpað eitthverjum með þessari grein í átt að betra sjálfstrausti eða sjálfsáliti eða bara hreinlega koma sér á beinu brautina í hugarfari.

Hver kannast ekki við það þegar hugurinn fer á flug og maður heldur að allir líti illa á sig í kringum sig? Í langflestum tilvikum eru þessar hugsanir ekki á rökum reistar og reynast algjört rugl. Maður sendir til dæmis MSN skilaboð og manni er ekki svarað og hugurinn fer strax í trans og segir “Fuck, nú er hún að ignora mig, ég hef sagt eitthvað sem heillar ekki” eða e-ð svoleiðis. Hugsum aðeins útí þetta nánar.. Hjálpar þessi hugsun eitthvað? Gerir hún ekki bara útaf við mann af áhyggjum og manni líður ekkert vel með þetta? Svo kemur kannski í ljós að þetta er alls ekkert ignore, manneskjan er bara ekkert við tölvuna! (Sumir reyndar einfaldlega eru þannig að þeir svara ekki öllu [eða alltaf mjög seint] sem maður sendir í SMSi eða á netinu og það er ekkert endilega útaf því að maður er eitthvað leiðinlegur eða asnalegur. Þetta er bara vani manneskjunnar.)

Hugur manns er rosalega vanafastur og ég hef kynnst því af eigin raun. Ég get tekið eitt raunverulegt dæmi sem ég heyrði. Þar sem strákur var hrifinn af stúlku sem hann kynntist á netinu, en hún hafði aldrei sýnt neinn rosalegan áhuga. En frá upphafi hagaði manneskjan sér alltaf eins og breytti sér ekki neitt. Þau bjuggu í sitthvorum landshlutanum en strákurinn átti ættingja á hennar landshluta. Strákurinn fer í heimsókn í fríi sem hann hefur til ættingja sinna á sama landshluta og hún en hafði ekki hug til að biðja stelpuna um að hitta sig. Stelpunni líkar alveg mjög vel við hann en hafði ekki sýnt það á netinu því það var bara hennar hugarvani í kringum netið. Á netinu skortir nefnilega svokallað “Body language” sem að raunveruleg samskipti hafa. Þegar stúlkan fréttir það að hann sé í nálægð við hana verður hún sár yfir því að hann skuli ekki hafa látið hana vita af því og beðið hana um að hitta sig.

Þarna eru áhyggjur hans farnar að teygja sig yfir í það að hún sé orðinn særð og haldi að hún hafi ekkert verið neitt heillandi. Vissulega er það líka lítið sjálfstraust hjá stúlkunni að halda það en verðum við ekki líka að hugsa út frá okkur sjálfum? Hvað við hefðum getað gert betur til að hennar litla sjálfstraust þurfi ekki að koma til? :)

Áhyggjurnar hjálpa manni nánast aldrei. Hugsum okkur ef að áhyggjur ofangreinds aðila reyndust á rökum reistar og henni hafi ekki litist á hann. Hefði eitthvað sakast að spyrja um að hitta sig? Hún hefði kannski sagt nei, þá bara þá það og þá skiptir það í rauninni ekki máli lengur. Þá flettir maður bara á næstu blaðsíðu og reynir að kynnast fleirum. En hefði hún sagt já, þá væri það bara frábær tilfinning og gefur drengnum von um frábæran vin til framtíðar.

Eins og áður sagði þá er það sem skortir í netsamskiptum, er svokallað “Body language”, í því tungumáli sést raunverulega eingöngu hvernig áhuga manneskjan hefur á þér.. Tökum aftur dæmi frá ofangreindu atviki! Stelpan svarar sjaldan á netinu, og svarar oft með litlum og innihaldslitlum svörum, en þegar kemur að því að hitta manneskjuna Face-to-face er þetta hin hressasta manneskja og sýnir þér þann áhuga sem þú hefur beðið eftir.

Í stuttu máli vil ég benda fólki á þetta. Að mínu mati er ekki margt í netsamskiptum sem endurspeglast í raunverulegu lífi og er “turn off”, jú vissulega þegar manneskjan greinir frá lífsstíl sínum eða segir frá því hvernig hún er, það getur raunverulega endurspeglast í venjulegu lífi. En hvernig og af hvaða ákefð hún svarar á ekki að skipta máli því það getur vel verið að hlutirnir séu ekki eins og á horfist á netinu vegna skorts á “body language”. Og þú kannski hittir manneskjuna, heillast af henni, byrjar með henni og þið eigið gott líf saman, þá fara samskiptin við þessa manneskju ekki mikið lengur fram á netinu og þá skiptir ekki lengur máli hvernig hún svarar þér þar! :)

Ég læt þetta gott heita. Vil líka taka það fram að hér eru mínar skoðanir og pælingar hafðar að leiðarljósi og þarf ekki að endurspegla skoðanir annarra svo skítköst eru vinsamlegast afþökkuð.

En endilega segja sína skoðun samt sem áður ef einhverjar eru, því sjónarmið fólks er mismunandi og alltaf gaman að lesa mismunandi sjónarmið :)