Ef þú hefur einhvern tíma lent í því að sá/sú sem þú ert hrifin/nn af byrjar að segja eitthvað á sama tíma og þú og þá stoppiði bæði, eða á msn (eða álíka) ert að skrifa og hinn byrjar að skrifa og þá þurrkarðu út það sem þú varst með og þá allt í einu gerist það sama hinu megin. Ef þú hefur ætlað að segja eitthvað í langan tíma og loksins finnurðu kjarkinn til þess en orðar það ekki alveg eins og í fullkomlega æfðu einræðunni þinni. Ef þú vildir ekki fara eitthvert en heyrðir að hann/hún ætlaði og þér snerist þá hugur. Þá gæti vel verið að þú sért lifandi einstaklingur.

Ótti við höfnun eða vandræðaleika eða eitthvað sem á sér í rauninni enga stoð er helsta ástæða þess að fólk reynir ekki. Hvað ef svarið er nei? Já – hvað ef? Þá er svarið bara nei, og við getum öll haldið áfram ferðinni um lífið. Eitt eða tíu nei ættu ekki að standa í vegi fyrir neinum. Því að ótti er í raun bara eitthvað sem þarf að takast á við, við eigum að gera mistök til þess að læra af þeim.

Hvað ef – á maður virkilega að láta ófyrirsjáanlega hugsanlega framtíð hafa áhrif á allar ákvarðanir eða á maður að leyfa sér að láta skapinu ráða för og tíðarandanum? Nú, eins og með allt annað, er meðalvegurinn á milli þessara andstæðu póla rétta leiðin.
Have a nice day