Heil og sæl,

þó að myrkur sé að fara að skella á landanum þá þurfum við ekki að gefa upp vonina um rómantískar stundir. Því það er einmitt í skugganum sem mest er kúrað. Við ættum því að hamstra kakói og byrja að prjóna þykk teppi.

Ég var með unnustanum mínum nýverið í New York, þar fórum við á grínklúbb þar sem spunahópur kitlaði hláturtaugarnar okkar allsvakalega. Við eitt atriðið átti að hrópa “a place you would take your significant other” sem væri þann sem er þér kærastur og einhver aftast í herberginu (þetta var lítill staður svo ég ætla ekki að segja salnum) kallaði “ICELAND”. Við sprungum auðvitað og byrjuðum að klappa, allt saman voðalega skemmtileg tilviljun. En hinsvegar er svo margt á Íslandi í ferðamannaiðnaðinum sem Íslendingum sjálfum dettur ekki til hugar að prófa, því að þetta er nú
auðvitað bara fyrir ferðamenn er það ekki?

Hestaferðir, pakkaferðir með ísklifri, gistingu og heitum potti, ferðir til Reykjavíkur með eitthvað ákveðið í huga því það er svo margt sem ferðafólk er að skoða sem við látum framhjá okkur fara. Ég til dæmis hef aldrei komið á vestfirðina. Hefur þú eða sá/sú sem þú vilt verja tímanum
þínum með komið upp í Hallgrímskirkjuturn?

Þetta er vinsamleg hugmynd, sem nýta má til að viðhalda neistanum og ekki verða hversdagsleikanum að bráð.

Með kveðju,
nýr stjórnandi á Rómantík
Have a nice day